Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2019 20:00 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. Vegagerðarmenn vonast þó til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að 2+1 vegur með þremur nýjum hringtorgum verði tilbúinn árið 2022. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þessum vegarkafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes lýsti vegamálastjóri í fyrra sem hættulegum og sagði brýnt að skilja að akstursstefnur. Tvö banaslys urðu á síðasta ári og háværar kröfur hafa verið um endurbætur. Það kemur því flatt upp á marga þegar samgöngunefnd Alþingis leggur það til að fjárveiting næstu tveggja ára verði skorin niður með þeirri skýringu að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir þetta: „Við erum bara því miður ekki komin lengra með þetta mál. Það er ekki af því að það séu komin upp nein sérstök vandamál. En við erum bara ekki komin nógu langt með þetta, það er tilfellið.“ -Er það þá hönnunin? „Það er hönnunin, endanleg hönnun. Því við fengum þarna endanlegt deiliskipulag núna síðastliðið sumar, og endaleg hönnun og þar með viðræður við landeigendur um hvernig þetta nákvæmlega verður, þær eru ekki komnar á fullt,“ svarar Jónas. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Fjárveiting upp á einn milljarð króna næstu tvö ár lækkar niður í 400 milljónir og færist að hluta í Grindavíkurveg til að mæta hækkun kostnaðar þar úr 500 í 700 milljónir króna. Umferðin um Kjalarnes nemur að jafnaði um níu þúsund bílum á sólarhring en Vegagerðin áætlar að endurbætur þar kosti 3,2 milljarða króna. Þar verður þó ekki farið í 2+2 veg. „Við erum ennþá að tala um 2+1 veg á þessum kafla.“ Og það verða engin mislæg gatnamót. „Við gerum ráð fyrir hringtorgum við bæði Hvalfjarðarveginn og við Grundarhverfið, og jafnvel þarna við Móa eða þar um kring.“ Breytingartillaga þingnefndarinnar miðar núna við að meginþunginn í framkvæmdum á Kjalarnesi verði á árinu 2021 en þær hefjist á næsta ári. „Þetta eru níu kílómetrar sem verið er að tala um, frá Móum og að Hvalfjarðargöngum. Það á sem sagt að klárast allt saman á árinu 2022,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. Vegagerðarmenn vonast þó til að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að 2+1 vegur með þremur nýjum hringtorgum verði tilbúinn árið 2022. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þessum vegarkafla Vesturlandsvegar um Kjalarnes lýsti vegamálastjóri í fyrra sem hættulegum og sagði brýnt að skilja að akstursstefnur. Tvö banaslys urðu á síðasta ári og háværar kröfur hafa verið um endurbætur. Það kemur því flatt upp á marga þegar samgöngunefnd Alþingis leggur það til að fjárveiting næstu tveggja ára verði skorin niður með þeirri skýringu að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir þetta: „Við erum bara því miður ekki komin lengra með þetta mál. Það er ekki af því að það séu komin upp nein sérstök vandamál. En við erum bara ekki komin nógu langt með þetta, það er tilfellið.“ -Er það þá hönnunin? „Það er hönnunin, endanleg hönnun. Því við fengum þarna endanlegt deiliskipulag núna síðastliðið sumar, og endaleg hönnun og þar með viðræður við landeigendur um hvernig þetta nákvæmlega verður, þær eru ekki komnar á fullt,“ svarar Jónas. Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Fjárveiting upp á einn milljarð króna næstu tvö ár lækkar niður í 400 milljónir og færist að hluta í Grindavíkurveg til að mæta hækkun kostnaðar þar úr 500 í 700 milljónir króna. Umferðin um Kjalarnes nemur að jafnaði um níu þúsund bílum á sólarhring en Vegagerðin áætlar að endurbætur þar kosti 3,2 milljarða króna. Þar verður þó ekki farið í 2+2 veg. „Við erum ennþá að tala um 2+1 veg á þessum kafla.“ Og það verða engin mislæg gatnamót. „Við gerum ráð fyrir hringtorgum við bæði Hvalfjarðarveginn og við Grundarhverfið, og jafnvel þarna við Móa eða þar um kring.“ Breytingartillaga þingnefndarinnar miðar núna við að meginþunginn í framkvæmdum á Kjalarnesi verði á árinu 2021 en þær hefjist á næsta ári. „Þetta eru níu kílómetrar sem verið er að tala um, frá Móum og að Hvalfjarðargöngum. Það á sem sagt að klárast allt saman á árinu 2022,“ segir Jónas. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30
Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30