Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 13:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Instagram/eddahannesd Tímabilið hjá þríþrautakonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur hefst í Höfðaborg í Suður-Afríku í næstu viku og í nýjasta pistli sínum fer hún betur yfir markmið sín í þríþrautinni á árinu 2019. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Edda er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020 en koma úr frjálsum íþróttum, sundi, skotíþróttur, fimleikum og lyftingum. Guðlaug Edda hefur skrifað mjög áhugaverða pistla inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún leyfir áhugasömum að skyggnast inn í heim íslenskrar þríþrautarkonu sem á möguleika á að skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu með því að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Ég hef alltaf verið "góð" á æfingum. Mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur. Þegar ég var í sundi átti ég það til að æfa annaðhvort alltof mikið eða alltof erfitt, stundum bæði! Á síðasta ári gerðist það sama fyrir mig í þríþrautinni, ég varð "alltof góð" á æfingum. Þegar kom að því að taka formið út í keppnum var tankurinn oft tómari en æfingarnar mínar gáfu til kynna,“ skrifar Guðlaug Edda en á nýju ári ætlar hún að njóta þess betur að keppa og hafa meira gaman af því að keppa aftur. „Mig langar til þess að færa mig frá "mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur" yfir í "mér finnst gaman að ýta mér í keppnum og sjá árangur", og keppa með öllu hjarta og sál,“ skrifar Guðlaug Edda og það snýst þá um líka að láta vaða í keppni og þora að gera einhver mistök. „En það mikilvægasta af öllu er að mig langar til þess að gera fullt af mistökum, því það er þannig sem við verðum betri. Það er ekkert sem heitir að mistakast, heldur bara mistök til þess að læra af! Mig langar ekki að vera fullkomin, heldur fullkomlega ófullkomin og hafa ótrúlega gaman,“ skrifar Guðlaug Edda og má lesa allan pistilinn hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þríþraut Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira
Tímabilið hjá þríþrautakonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur hefst í Höfðaborg í Suður-Afríku í næstu viku og í nýjasta pistli sínum fer hún betur yfir markmið sín í þríþrautinni á árinu 2019. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Edda er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020 en koma úr frjálsum íþróttum, sundi, skotíþróttur, fimleikum og lyftingum. Guðlaug Edda hefur skrifað mjög áhugaverða pistla inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún leyfir áhugasömum að skyggnast inn í heim íslenskrar þríþrautarkonu sem á möguleika á að skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu með því að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Ég hef alltaf verið "góð" á æfingum. Mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur. Þegar ég var í sundi átti ég það til að æfa annaðhvort alltof mikið eða alltof erfitt, stundum bæði! Á síðasta ári gerðist það sama fyrir mig í þríþrautinni, ég varð "alltof góð" á æfingum. Þegar kom að því að taka formið út í keppnum var tankurinn oft tómari en æfingarnar mínar gáfu til kynna,“ skrifar Guðlaug Edda en á nýju ári ætlar hún að njóta þess betur að keppa og hafa meira gaman af því að keppa aftur. „Mig langar til þess að færa mig frá "mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur" yfir í "mér finnst gaman að ýta mér í keppnum og sjá árangur", og keppa með öllu hjarta og sál,“ skrifar Guðlaug Edda og það snýst þá um líka að láta vaða í keppni og þora að gera einhver mistök. „En það mikilvægasta af öllu er að mig langar til þess að gera fullt af mistökum, því það er þannig sem við verðum betri. Það er ekkert sem heitir að mistakast, heldur bara mistök til þess að læra af! Mig langar ekki að vera fullkomin, heldur fullkomlega ófullkomin og hafa ótrúlega gaman,“ skrifar Guðlaug Edda og má lesa allan pistilinn hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þríþraut Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira