Nýja sjúkrahótelið hefur kostað 2,3 milljarða króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Fréttablaðið/Stefán Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Nýja Landspítalanum ohf. er um að ræða framúrkeyrslu upp á 7,8 prósent frá uppfærðum kostnaðaráætlunum. Það skýrist meðal annars af breytingum á klæðningu hússins og magnaukningu í raflögnum og loftræstingu. Kostnaður vegna innbúnaðar eftir útboð er um 150 milljónir króna. Alls gerir þetta tæplega 2,3 milljarða króna. Sjúkrahótelið var afhent í gær. Á næstu árum rís á reit Nýs Landspítala við Hringbraut meðferðarkjarni, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.Núverandi kostnaður vegna heildarverkframkvæmdarinnar við sjúkrahótelið, allir verkhlutar, óverðbætt og án innbúnaðar eru 2.143 mkr. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ tilkynningum til fjölmiðla í gær kom kostnaðurinn við sjúkrahótelið ekki fram. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., sagði í Fréttablaðinu í gær að sá kostnaður yrði ekki upplýstur fyrr en eftir afhendingu. Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu var tekin 2015. Átti það að vera fullbyggt vorið 2017 en á því ári urðu deilur milli verktaka og verkkaupa um framvinduna. Í lok nóvember 2018 varð sátt um verkskil og deilumálinu vísað til gerðardóms. Klæðning sjúkrahótelsins er sérstök og í raun listaverk, unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni. Verkið tafðist verulegu vegna hennar. „Verkkaupi ákvað í ljósi endurrýni og öryggismats á festingakerfi klæðningarinnar að láta endurhanna kerfið og fara fram með um leið dýrari lausn en gert var ráð fyrir í upphafi til að tryggja öll umhverfis- og öryggissjónarmið. Við það breyttist kostnaðarmat hússins,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. til Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00 Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá Nýja Landspítalanum ohf. er um að ræða framúrkeyrslu upp á 7,8 prósent frá uppfærðum kostnaðaráætlunum. Það skýrist meðal annars af breytingum á klæðningu hússins og magnaukningu í raflögnum og loftræstingu. Kostnaður vegna innbúnaðar eftir útboð er um 150 milljónir króna. Alls gerir þetta tæplega 2,3 milljarða króna. Sjúkrahótelið var afhent í gær. Á næstu árum rís á reit Nýs Landspítala við Hringbraut meðferðarkjarni, rannsóknarhús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús.Núverandi kostnaður vegna heildarverkframkvæmdarinnar við sjúkrahótelið, allir verkhlutar, óverðbætt og án innbúnaðar eru 2.143 mkr. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ tilkynningum til fjölmiðla í gær kom kostnaðurinn við sjúkrahótelið ekki fram. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., sagði í Fréttablaðinu í gær að sá kostnaður yrði ekki upplýstur fyrr en eftir afhendingu. Fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu var tekin 2015. Átti það að vera fullbyggt vorið 2017 en á því ári urðu deilur milli verktaka og verkkaupa um framvinduna. Í lok nóvember 2018 varð sátt um verkskil og deilumálinu vísað til gerðardóms. Klæðning sjúkrahótelsins er sérstök og í raun listaverk, unnið af Finnboga Péturssyni myndlistarmanni. Verkið tafðist verulegu vegna hennar. „Verkkaupi ákvað í ljósi endurrýni og öryggismats á festingakerfi klæðningarinnar að láta endurhanna kerfið og fara fram með um leið dýrari lausn en gert var ráð fyrir í upphafi til að tryggja öll umhverfis- og öryggissjónarmið. Við það breyttist kostnaðarmat hússins,“ segir í svari Nýja Landspítalans ohf. til Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00 Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk. 31. janúar 2019 06:00
Svandís segir sjúkrahótel gríðarleg þáttaskil Heilbrigðisyfirvöldum og stjórn Landsspítalans var í dag afhent nýtt sjúkrahótel á spítalalóðinni. Heildarkostnaður við byggingu þess er um 2,2 milljarðar króna. 31. janúar 2019 21:15