Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. febrúar 2019 13:09 Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ. Procar.is Fjöldi manns sem keypt hefur bíla af bílaleigum á undanförnum árum hefur leitað til Neytendasamtakanna síðustu daga. Formaður samtakanna segir fólk áhyggjufullt en að unnið sé að gerð lista sem mun auðvelda fólki að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílum þeirra. Atburðarásin hefur verið hröð síðan á þriðjudagkvöld, þegar Kveikur greindi frá því að bílaleigan Procar hafði átt við kílómetrafjölda þeirra bíla sem hún seldi á milli áranna 2011 og 2016. Procar hefur verið vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar, fyrrum viðskiptavinir bílaleigunnar íhuga að leita réttar síns auk þess sem kaupendur hafa skilið bíla sem þeir keyptu af Procar fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins. Nú síðast í gærkvöldi greindi Morgunblaðið frá því að alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe hafi ákveðið að hætta viðskiptum við Procar. Vefsíðan er sögð hafa verið mikilvægasti samstarfsaðili Procar og veigameiri en nokkur annar milliliður í því að skaffa bílaleigunni viðskipti erlendra ferðamanna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. Ekki aðeins áhyggjufullir viðskiptavinir Procar heldur einnig fólk sem keypti bíl af öðrum bílaleigum. „Það hafa margir félagsmenn leitað til okkar í vikunni varðandi þetta mál. Fólk er yfirleitt að spyrjast fyrir, kannað hvort þeirra bílar gætu mögulega hafa verið meðal þeirra sem átt hefur verið við og fólk er náttúrulega áhyggjufullt og er að kanna stöðu sína,“ segir Breki. Neytendasamtökin hafi kallað eftir upplýsingum frá bílaumboðum og vinni nú að gerð gátlista sem ætlað er að aðstoða fólk við að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílunum þeirra. „Við höfum sent út fyrirspurnir til umboða um það hvernig og hvort er hægt að sjá hvort átt hafi verið við kílómetramælinn og munum taka það saman og birta á vefnum okkar snemma í næstu viku,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Fjöldi manns sem keypt hefur bíla af bílaleigum á undanförnum árum hefur leitað til Neytendasamtakanna síðustu daga. Formaður samtakanna segir fólk áhyggjufullt en að unnið sé að gerð lista sem mun auðvelda fólki að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílum þeirra. Atburðarásin hefur verið hröð síðan á þriðjudagkvöld, þegar Kveikur greindi frá því að bílaleigan Procar hafði átt við kílómetrafjölda þeirra bíla sem hún seldi á milli áranna 2011 og 2016. Procar hefur verið vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar, fyrrum viðskiptavinir bílaleigunnar íhuga að leita réttar síns auk þess sem kaupendur hafa skilið bíla sem þeir keyptu af Procar fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins. Nú síðast í gærkvöldi greindi Morgunblaðið frá því að alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe hafi ákveðið að hætta viðskiptum við Procar. Vefsíðan er sögð hafa verið mikilvægasti samstarfsaðili Procar og veigameiri en nokkur annar milliliður í því að skaffa bílaleigunni viðskipti erlendra ferðamanna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. Ekki aðeins áhyggjufullir viðskiptavinir Procar heldur einnig fólk sem keypti bíl af öðrum bílaleigum. „Það hafa margir félagsmenn leitað til okkar í vikunni varðandi þetta mál. Fólk er yfirleitt að spyrjast fyrir, kannað hvort þeirra bílar gætu mögulega hafa verið meðal þeirra sem átt hefur verið við og fólk er náttúrulega áhyggjufullt og er að kanna stöðu sína,“ segir Breki. Neytendasamtökin hafi kallað eftir upplýsingum frá bílaumboðum og vinni nú að gerð gátlista sem ætlað er að aðstoða fólk við að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílunum þeirra. „Við höfum sent út fyrirspurnir til umboða um það hvernig og hvort er hægt að sjá hvort átt hafi verið við kílómetramælinn og munum taka það saman og birta á vefnum okkar snemma í næstu viku,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08
Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15
Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54
Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum