Opportunity kveður eftir fimmtán ár Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. febrúar 2019 08:30 Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á Mars í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. vísir/epa Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine. Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. Opportunity-leiðangurinn er vafalaust eitt farsælasta verkefni geimferðasögunnar. Geimfarið lenti á rauðu plánetunni í janúar árið 2004 og upphaflega stóð til að það myndi kanna aðstæður þar og framkvæma vísindarannsóknir í 90 daga og ferðast í kringum einn kílómetra. Fimmtán árum seinna hefur Opportunity ferðast 45 kílómetra og skilað til Jarðar ómetanlegu safni gagna um Mars. „Í meira en áratug hefur Opportunity verið táknmynd framsækinnar könnunar sólkerfisins. Geimfarið hefur frætt okkur um Mars og vota, og hugsanlega lífvænlega, fortíð plánetunnar,“ sagði Thomas Zurbuchen, stjórnandi vísindaverkefna NASA, í yfirlýsingu í gær. Samband milli Opportunity og Jarðar rofnaði í júní á síðasta ári. Síðan þá hafa vísindamenn og verkfræðingar NASA sent yfir eitt þúsund skipanir til geimfarsins, í þeirri von að það vakni til lífsins. Hinsti dvalarstaður Opportunity er dalur sem nefndur hefur verið „Perseverance,“ eða Þrautseigja á íslenskri tungu. „Ég held að það sé vart hægt að ímynda sér heppilegri stað en Þrautseigjudalinn sem ævarandi dvalarstað Opportunity,“ sagði Michael Watkins, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu NASA í Kaliforníu, JPL, á fundi með blaðamönnum í gær. „Uppgötvanir og elja þessa litla geimfars er einstakur vitnisburður um hugvit og útsjónarsemi þeirra sem smíðuðu það á sínum tíma.“ Jim Bridenstine, forstjóri NASA, er á sama máli og segir í yfirlýsingu að Opportunity hafi nú þegar rutt leiðina fyrir mannaðar ferðir til Mars. „Þegar sá dagur rennur upp þá munu fyrstu fótsporin á Mars einnig tilheyra þeim sem stóðu að Opportunity-verkefninu,“ sagði Bridenstine.
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira