Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2019 07:45 Ráðhús Garðabæjar. Fréttablaðið/Ernir Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG. Í svari sviðstjóra fyrirtækisins til Persónuverndar sagði að málið mæti rekja til uppfærslu hjá Microsoft, en hugbúnaður frá bandaríska tæknifyrirtækinu var notaður til þess að birta opið bókhald sveitarfélaganna. Í svari Garðabæjar til Persónuverndar segir að við hönnun og framsetningu hins opna bókhalds hafi meðal annars verið lagt til grundvallar að útgjöld undir 500 þúsund krónum skyldu undanskilin. KPMG hafi séð um að útfæra þá forsendu að beiðni Garðabæjar. Það hafi átt að tryggja að ekki væri hægt að kalla fram upplýsingar sem geti talist persónupplýsingar eða viðkvæmar upplýsingar. Þá hafi engar skýringar borist frá KMPG af hverju þetta hafi ekki virkað sem skyldi, né hafi starfsmenn Garðabæjar geta staðfest niðurstöður KPMG að rekja mætti öryggisbrestinn til þeirrar uppfærslu sem fyrirtækið nefndi. KPMG.vísir/gettyHægt að nálgast upplýsingar um 14 einstaklinga Persónuvernd óskaði einnig eftir upplýsingum frá Microsoft á Íslandi um hvenær umrædd uppfærsla hafi verið framkvæmd. Í svari Microsoft sagði að valmöguleikinn sem gerði það að verkum að upplýsingarnar fóru á netið hafi verið fyrst kynntur í apríl 2016, umræddar upplýsingar voru birtar um ári síðar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið, því gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins. Er lagt fyrir Garðabæ að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Í svarinu segir einnig að Garðabær hafi brugðist strax við málinu, tekið umræddar upplýsingar af netinu og borin hafi verið fram afsökunarbeiðni og unnið að því að hafa samband við þá einstaklinga sem áttu hlut að máli. Samkvæmt greiningu Garðabæjar var hægt að nálgast upplýsingar um fjórtán skjólstæðinga í 50 tilvikum. Ekkert bendi þó til að umræddar upplýsingar hafi verið vistaðar, þeim dreift eða þær nýttar með öðrum hætti. Garðabær Persónuvernd Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG. Í svari sviðstjóra fyrirtækisins til Persónuverndar sagði að málið mæti rekja til uppfærslu hjá Microsoft, en hugbúnaður frá bandaríska tæknifyrirtækinu var notaður til þess að birta opið bókhald sveitarfélaganna. Í svari Garðabæjar til Persónuverndar segir að við hönnun og framsetningu hins opna bókhalds hafi meðal annars verið lagt til grundvallar að útgjöld undir 500 þúsund krónum skyldu undanskilin. KPMG hafi séð um að útfæra þá forsendu að beiðni Garðabæjar. Það hafi átt að tryggja að ekki væri hægt að kalla fram upplýsingar sem geti talist persónupplýsingar eða viðkvæmar upplýsingar. Þá hafi engar skýringar borist frá KMPG af hverju þetta hafi ekki virkað sem skyldi, né hafi starfsmenn Garðabæjar geta staðfest niðurstöður KPMG að rekja mætti öryggisbrestinn til þeirrar uppfærslu sem fyrirtækið nefndi. KPMG.vísir/gettyHægt að nálgast upplýsingar um 14 einstaklinga Persónuvernd óskaði einnig eftir upplýsingum frá Microsoft á Íslandi um hvenær umrædd uppfærsla hafi verið framkvæmd. Í svari Microsoft sagði að valmöguleikinn sem gerði það að verkum að upplýsingarnar fóru á netið hafi verið fyrst kynntur í apríl 2016, umræddar upplýsingar voru birtar um ári síðar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið, því gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins. Er lagt fyrir Garðabæ að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Í svarinu segir einnig að Garðabær hafi brugðist strax við málinu, tekið umræddar upplýsingar af netinu og borin hafi verið fram afsökunarbeiðni og unnið að því að hafa samband við þá einstaklinga sem áttu hlut að máli. Samkvæmt greiningu Garðabæjar var hægt að nálgast upplýsingar um fjórtán skjólstæðinga í 50 tilvikum. Ekkert bendi þó til að umræddar upplýsingar hafi verið vistaðar, þeim dreift eða þær nýttar með öðrum hætti.
Garðabær Persónuvernd Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44