LeBron með þrennu en tapaði og þurfti að hlusta á „Kobe er betri“ sönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 07:30 LeBron James. AP/John Bazemore Boston Celtics virðist vera komið með tak á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors hafði betur í hörkuleik á móti Utah Jazz, Los Angeles Lakers tapaði með LeBron James og Anthony Davis var vandræðalega lélegur í stórtapi New Orleans Pelicans á heimavelli.Leading all scorers with 28 PTS, @KDTrey5 & the @warriors win their 5th straight! #DubNationpic.twitter.com/0MFEtHp50O — NBA (@NBA) February 13, 2019Kevin Durant skoraði 28 stig þegar Golden State Warriors vann 115-108 sigur á Utah Jazz í hörkuleik. Stephen Curry var kaldur framan af leik en setti niður tvo stóra þrista í lokin og endaði með 24 sitg. Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir Golden State liðið og DeMarcus Cousins var með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var fimmti sigurleikur Golden State Warriors í röð og enn fremur sá sextándi í síðustu sautján leikjum. Í leikjunum á undan hafði Golden State lent 17 stigum undir á móti Phoenix og 19 stigum undir á móti Miami og unnið samt. Nú var liðið 91-84 undir í byrjun fjórða leikhluta en breytti leiknum með 21-4 spretti. Donovan Mitchell var með 25 stig fyrir Utah liðið og Rudy Gobert bætti við 13 stigum og 16 fráköstum. Þetta var 46. tvenna hans á tímabilinu.#StephenCurry buries his second straight triple! : @NBAonTNTpic.twitter.com/TZwan0ZPyt — NBA (@NBA) February 13, 2019#LeBronJames & @TheTraeYoung duel in the @ATLHawks 117-113 victory tonight! LeBron: 28 PTS, 11 REB, 16 AST Trae: 22 PTS, 6 REB, 14 AST pic.twitter.com/fczfvfZ3Fg — NBA (@NBA) February 13, 2019Nýliðinn Trae Young var flottur þegar Atlanta Hawks vann 117-113 sigur á LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers. Young endaði með 22 stig og 14 stoðsendingar en John Collins skoraði einnig 22 stig fyrir Hawks. LeBron James var með þrennu í leiknum, 28 stig, 16 stoðsendingar og 11 fráköst, en það dugði ekki til. Hann þyrfti einnig að hlusta á áhorfendurna í Atlanta syngja „Kobe er betri“ í þessum leik. Eftir þetta tap er útlitið ekkert alltof bjart fyrir Lakers í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. „Við annaðhvort komumst þangað eða ekki. Ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði LeBron James eftir leik.20 PTS & 10 REB for the double-double in the @celtics win for @jaytatum0! #CUsRisepic.twitter.com/RETdYi7Ich — NBA (@NBA) February 13, 2019Gordon Hayward skoraði 26 stig og setti niður mjög stóra þriggja stiga körfu á lokamínútunum þegar Boston Celtics vann 112-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Þetta var þriðji sigur Celtics á Sixers liðinu í vetur en sá fyrsti eftir að Philadelphia bætti við nýjasta stjörnuleikmanni sínum. Það sem meira er að Boston Celtics var án Kyrie Irving í leiknum sem tognaði á hné á laugardaginn. Al Horford var með 23 stig og Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Joel Embiid var mðe 23 stig og 14 fráköst og Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers liðið. Þetta var fyrsta tapið hjá 76ers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris og í raun fall á fyrsta alvöru prófinu fyrir þetta nýsamsetta „súperlið“ í Austurdeildinni. „Þetta er nýtt lið hjá okkur. Það eru hlutir sem við erum að vinna í og hlutir sem við þurfum að gera betur. Þetta var samt gott próf fyrir okkur til að átta okkur á því hvar við erum staddir. Ég er spenntur yfir okkar hóp og sjá hve langt við getum farið,“ sagði Ben Simmons sem var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.26 PTS for @gordonhayward while shooting 6/7 from behind the arc in the @celtics W! #CUsRisepic.twitter.com/kxa1ybm7Fi — NBA (@NBA) February 13, 2019Anthony Davis vill ekki spila lengur fyrir New Orleans Pelicans og það sást vel í nótt þegar hann skoraði aðeins 3 stig í 118-88 stórtapi á heimavelli á móti Orlando Magic. Nikola Vucevic pakkaði Davis saman en Davis hitti aðeins úr 1 af 9 skotum sínum á 24 mínútum. Nikola Vucevic var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Orlando-liðið, Evan Fournier skoraði 22 stig og Jonathan Isaac setti nýtt persónulegt met með því að skora 20 stig.#GoSpursGo@Patty_Mills leads the @spurs to the victory with 22 PTS on 6/8 from behind the arc! pic.twitter.com/UQ65WJmqkJ — NBA (@NBA) February 13, 2019In his @memgrizz debut, @JValanciunas records 23 PTS (9/11 FG) & 10 REB! #GrindCitypic.twitter.com/zo2UijQQr9 — NBA (@NBA) February 13, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 115-108 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 88-118 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 109-112 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 117-113 NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Boston Celtics virðist vera komið með tak á Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors hafði betur í hörkuleik á móti Utah Jazz, Los Angeles Lakers tapaði með LeBron James og Anthony Davis var vandræðalega lélegur í stórtapi New Orleans Pelicans á heimavelli.Leading all scorers with 28 PTS, @KDTrey5 & the @warriors win their 5th straight! #DubNationpic.twitter.com/0MFEtHp50O — NBA (@NBA) February 13, 2019Kevin Durant skoraði 28 stig þegar Golden State Warriors vann 115-108 sigur á Utah Jazz í hörkuleik. Stephen Curry var kaldur framan af leik en setti niður tvo stóra þrista í lokin og endaði með 24 sitg. Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir Golden State liðið og DeMarcus Cousins var með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var fimmti sigurleikur Golden State Warriors í röð og enn fremur sá sextándi í síðustu sautján leikjum. Í leikjunum á undan hafði Golden State lent 17 stigum undir á móti Phoenix og 19 stigum undir á móti Miami og unnið samt. Nú var liðið 91-84 undir í byrjun fjórða leikhluta en breytti leiknum með 21-4 spretti. Donovan Mitchell var með 25 stig fyrir Utah liðið og Rudy Gobert bætti við 13 stigum og 16 fráköstum. Þetta var 46. tvenna hans á tímabilinu.#StephenCurry buries his second straight triple! : @NBAonTNTpic.twitter.com/TZwan0ZPyt — NBA (@NBA) February 13, 2019#LeBronJames & @TheTraeYoung duel in the @ATLHawks 117-113 victory tonight! LeBron: 28 PTS, 11 REB, 16 AST Trae: 22 PTS, 6 REB, 14 AST pic.twitter.com/fczfvfZ3Fg — NBA (@NBA) February 13, 2019Nýliðinn Trae Young var flottur þegar Atlanta Hawks vann 117-113 sigur á LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers. Young endaði með 22 stig og 14 stoðsendingar en John Collins skoraði einnig 22 stig fyrir Hawks. LeBron James var með þrennu í leiknum, 28 stig, 16 stoðsendingar og 11 fráköst, en það dugði ekki til. Hann þyrfti einnig að hlusta á áhorfendurna í Atlanta syngja „Kobe er betri“ í þessum leik. Eftir þetta tap er útlitið ekkert alltof bjart fyrir Lakers í baráttunni fyrir sæti í úrslitakeppninni. „Við annaðhvort komumst þangað eða ekki. Ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði LeBron James eftir leik.20 PTS & 10 REB for the double-double in the @celtics win for @jaytatum0! #CUsRisepic.twitter.com/RETdYi7Ich — NBA (@NBA) February 13, 2019Gordon Hayward skoraði 26 stig og setti niður mjög stóra þriggja stiga körfu á lokamínútunum þegar Boston Celtics vann 112-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Þetta var þriðji sigur Celtics á Sixers liðinu í vetur en sá fyrsti eftir að Philadelphia bætti við nýjasta stjörnuleikmanni sínum. Það sem meira er að Boston Celtics var án Kyrie Irving í leiknum sem tognaði á hné á laugardaginn. Al Horford var með 23 stig og Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 10 fráköst. Joel Embiid var mðe 23 stig og 14 fráköst og Jimmy Butler skoraði 22 stig fyrir Philadelphia 76ers liðið. Þetta var fyrsta tapið hjá 76ers síðan að liðið fékk til sín Tobias Harris og í raun fall á fyrsta alvöru prófinu fyrir þetta nýsamsetta „súperlið“ í Austurdeildinni. „Þetta er nýtt lið hjá okkur. Það eru hlutir sem við erum að vinna í og hlutir sem við þurfum að gera betur. Þetta var samt gott próf fyrir okkur til að átta okkur á því hvar við erum staddir. Ég er spenntur yfir okkar hóp og sjá hve langt við getum farið,“ sagði Ben Simmons sem var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.26 PTS for @gordonhayward while shooting 6/7 from behind the arc in the @celtics W! #CUsRisepic.twitter.com/kxa1ybm7Fi — NBA (@NBA) February 13, 2019Anthony Davis vill ekki spila lengur fyrir New Orleans Pelicans og það sást vel í nótt þegar hann skoraði aðeins 3 stig í 118-88 stórtapi á heimavelli á móti Orlando Magic. Nikola Vucevic pakkaði Davis saman en Davis hitti aðeins úr 1 af 9 skotum sínum á 24 mínútum. Nikola Vucevic var með 25 stig og 17 fráköst fyrir Orlando-liðið, Evan Fournier skoraði 22 stig og Jonathan Isaac setti nýtt persónulegt met með því að skora 20 stig.#GoSpursGo@Patty_Mills leads the @spurs to the victory with 22 PTS on 6/8 from behind the arc! pic.twitter.com/UQ65WJmqkJ — NBA (@NBA) February 13, 2019In his @memgrizz debut, @JValanciunas records 23 PTS (9/11 FG) & 10 REB! #GrindCitypic.twitter.com/zo2UijQQr9 — NBA (@NBA) February 13, 2019Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 115-108 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 88-118 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 109-112 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 117-113
NBA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum