Ungmenni nota snjallforrit til að kaupa Xanax: „Þetta eru náttúrulega stórhættuleg lyf“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. febrúar 2019 19:00 Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Börn og uppeldi Lyf Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira
Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Börn og uppeldi Lyf Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Sjá meira