Mun líklegri til að finna fyrir þunglyndi og kvíða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 14:30 Ólína G. Viðarsdóttir, fyrrverandi landsilðskona í fótbolta, hefur glímt við eftirköst heilahristings. Vísir/Daníel Fyrstu niðurstöður víðtækrar íslenskrar rannsóknar á afleiðingum höfuðmeisla hjá íslenskum íþróttakonum sýna að þær sem fá heilahristing eru mun líklegri til að finna fyrir þunglyndi og kvíða. Þetta kom fram í máli Hafrúnar Kristjánsdóttur, lektor við HR, á Rás 2 í morgun. Hafrún segir í viðtalinu að þær íþróttakonur sem hafi fengið heilahristing séu þrisvar sinnum líklegri til að vera yfir klínískum viðmiðum af þunglyndi og að þær finni fyrir meiri kvíða en þær sem ekki hafa fengið heilahristing. Reynt var að ná til allra kvenna hér á landi sem eru undir 45 ára og hafa stundað fótbolta, handbolta, körfubolta, íshokkí, júdó, karate og aðrar íþróttir þar sem höfuðmeiðsli eru algeng. 500 konur svöruðu og af þeim höfðum 300 fengið heilahristing minnst einu sinni. Umræðan um höfuðmeiðsli í íþróttum hefur verið meiri á undanförnum árum en í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um málefnið. Meðal þess sem þar kom fram og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun er mikilvægi þess að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni þess fyrri eru enn til staðar. „Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig,“ sagði Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen við Fréttablaðið. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur,“ sagði hún. Íþróttir Tengdar fréttir Einkennin geta verið lúmsk Heilahristingur vegna iðkunar íþrótta og tómstunda er algengari en flestir halda. Mikilvægt er að bregðast fljótt við og hvílast fyrstu dagana eftir heilahristing og auka svo álagið smám saman. 12. febrúar 2019 09:30 Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum. 16. maí 2018 06:00 Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. 10. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Fyrstu niðurstöður víðtækrar íslenskrar rannsóknar á afleiðingum höfuðmeisla hjá íslenskum íþróttakonum sýna að þær sem fá heilahristing eru mun líklegri til að finna fyrir þunglyndi og kvíða. Þetta kom fram í máli Hafrúnar Kristjánsdóttur, lektor við HR, á Rás 2 í morgun. Hafrún segir í viðtalinu að þær íþróttakonur sem hafi fengið heilahristing séu þrisvar sinnum líklegri til að vera yfir klínískum viðmiðum af þunglyndi og að þær finni fyrir meiri kvíða en þær sem ekki hafa fengið heilahristing. Reynt var að ná til allra kvenna hér á landi sem eru undir 45 ára og hafa stundað fótbolta, handbolta, körfubolta, íshokkí, júdó, karate og aðrar íþróttir þar sem höfuðmeiðsli eru algeng. 500 konur svöruðu og af þeim höfðum 300 fengið heilahristing minnst einu sinni. Umræðan um höfuðmeiðsli í íþróttum hefur verið meiri á undanförnum árum en í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um málefnið. Meðal þess sem þar kom fram og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun er mikilvægi þess að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni þess fyrri eru enn til staðar. „Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig,“ sagði Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen við Fréttablaðið. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur,“ sagði hún.
Íþróttir Tengdar fréttir Einkennin geta verið lúmsk Heilahristingur vegna iðkunar íþrótta og tómstunda er algengari en flestir halda. Mikilvægt er að bregðast fljótt við og hvílast fyrstu dagana eftir heilahristing og auka svo álagið smám saman. 12. febrúar 2019 09:30 Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum. 16. maí 2018 06:00 Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. 10. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Einkennin geta verið lúmsk Heilahristingur vegna iðkunar íþrótta og tómstunda er algengari en flestir halda. Mikilvægt er að bregðast fljótt við og hvílast fyrstu dagana eftir heilahristing og auka svo álagið smám saman. 12. febrúar 2019 09:30
Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum. 16. maí 2018 06:00
Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. 10. nóvember 2017 23:30