Fáir tekið afstöðu gegn líffæragjöf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:15 Innan við eitt prósent landsmanna hefur tekið afstöðu gegn líffæragjöf eftir andlát. Einungis um fjögur prósent látinna koma til greina sem líffæragjafar að sögn yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítalans. Um áramótin höfðu hátt í 44 þúsund manns tekið afstöðu til líffæragjafar frá því að opnað var fyrir möguleikann í október 2014. Þar af vilja nær allir, eða 41 þúsund, gefa líffæri við andlát. Um áramót tóku lög um brottnám líffæra breytingum og verða nú allir yfir átján ára aldri sjálfkrafa líffæragjafar eftir andlát ef nánustu aðstandendur hafna því ekki og vilji til annars hefur ekki verið skráður. Í nóvember var farið að kynna lagabreytinguna og tóku þá ríflega ellefu hundruð afstöðu. Þar af sögðust um eitt hundrað vilja undanskilja ákveðin líffæri eða tóku alfarið fyrir líffæragjöf. Í desember hækkaði hlutfallið töluvert. Af 1400 sem tóku afstöðu höfnuðu hátt í sex hundruð líffæragjöf alfarið eða að einhverju leyti. Tölur janúarmánaðar hafa ekki verið teknar saman en samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis hefur hlutfall þeirra sem eru andvígir líffæragjöf haldist svipað eftir breytingu og er enn innan við eitt prósent. Yfirlæknir á Landspítalanum segir líffæragjöfum hafa fjölgað á síðustu árum og bindur vonir við að lagabreytingin viðhaldi þróuninni. „Það voru í kringum þrjár til fjórar líffæragjafir á ári, allar götur þar til fyrir fjórum árum þegar þær urðu skyndilega tólf. Ég hygg að meðaltalið á síðustu fjórum árum hafi verið í kringum níu á ári,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir lyflækninga á Landspítalanum. Einungis fáir koma til greina sem líffæragjafar við andlát. „Það eru eingöngu einstaklingar sem látast heiladauða. Eru þannig á gjörgæsludeild, í öndunarvél og svo framvegis þannig að líffærin varðveitast og það sé hægt að nýta þau.“ Heilbrigðismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Innan við eitt prósent landsmanna hefur tekið afstöðu gegn líffæragjöf eftir andlát. Einungis um fjögur prósent látinna koma til greina sem líffæragjafar að sögn yfirlæknis á lyflækningadeild Landspítalans. Um áramótin höfðu hátt í 44 þúsund manns tekið afstöðu til líffæragjafar frá því að opnað var fyrir möguleikann í október 2014. Þar af vilja nær allir, eða 41 þúsund, gefa líffæri við andlát. Um áramót tóku lög um brottnám líffæra breytingum og verða nú allir yfir átján ára aldri sjálfkrafa líffæragjafar eftir andlát ef nánustu aðstandendur hafna því ekki og vilji til annars hefur ekki verið skráður. Í nóvember var farið að kynna lagabreytinguna og tóku þá ríflega ellefu hundruð afstöðu. Þar af sögðust um eitt hundrað vilja undanskilja ákveðin líffæri eða tóku alfarið fyrir líffæragjöf. Í desember hækkaði hlutfallið töluvert. Af 1400 sem tóku afstöðu höfnuðu hátt í sex hundruð líffæragjöf alfarið eða að einhverju leyti. Tölur janúarmánaðar hafa ekki verið teknar saman en samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis hefur hlutfall þeirra sem eru andvígir líffæragjöf haldist svipað eftir breytingu og er enn innan við eitt prósent. Yfirlæknir á Landspítalanum segir líffæragjöfum hafa fjölgað á síðustu árum og bindur vonir við að lagabreytingin viðhaldi þróuninni. „Það voru í kringum þrjár til fjórar líffæragjafir á ári, allar götur þar til fyrir fjórum árum þegar þær urðu skyndilega tólf. Ég hygg að meðaltalið á síðustu fjórum árum hafi verið í kringum níu á ári,“ segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir lyflækninga á Landspítalanum. Einungis fáir koma til greina sem líffæragjafar við andlát. „Það eru eingöngu einstaklingar sem látast heiladauða. Eru þannig á gjörgæsludeild, í öndunarvél og svo framvegis þannig að líffærin varðveitast og það sé hægt að nýta þau.“
Heilbrigðismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira