Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 06:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Baldur Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun bankaráðs Landsbankans að hækka laun bankastjóra síns verulega í tvígang með stuttu millibili, líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina. Sakar hann bankaráðið um taktleysi. „Fréttir sem berast af launahækkun bankastjóra Landsbankans eru slæmar,“ segir Halldór Benjamín. „Að þetta gerist hjá banka í eigu ríkisins gengur þvert á vilja eiganda bankans og er í senn óskynsamleg og óverjandi ákvörðun að mínu mati. Hækkunartakturinn stenst enga skoðun eða viðmið á vinnumarkaði. Til allrar hamingju er þetta undantekning frekar en regla hjá stærstu fyrirtækjum landsins. Það gerir hins vegar hvorki lítið úr alvarleika málsins né þeim dómgreindarbresti sem birtist í þessari ákvörðun.“ Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjórans um 1,2 milljónir 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur enda gagnrýnt hana harkalega um helgina. Halldór segir að launahækkunina þó ekki skapa svigrúm. „Svigrúm fyrirtækja til að hækka laun á almennum vinnumarkaði ræðst auðvitað ekki af ákvörðunum um laun landsbankastjóra sem SA hefur enga aðkomu að. Langflest fyrirtæki á Íslandi eru lítil og meðalstór og aðstæður hafa farið versnandi í hagkerfinu. Efnahagsuppsveiflunni er lokið og kjarasamningar verða að taka mið af þeirri efnahagslegu staðreynd. SA hafa á undanförnum árum hvatt til þess að launahækkanir stjórnenda væru í takti við aðrar hækkanir sem almennt hafa verið.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun bankaráðs Landsbankans að hækka laun bankastjóra síns verulega í tvígang með stuttu millibili, líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina. Sakar hann bankaráðið um taktleysi. „Fréttir sem berast af launahækkun bankastjóra Landsbankans eru slæmar,“ segir Halldór Benjamín. „Að þetta gerist hjá banka í eigu ríkisins gengur þvert á vilja eiganda bankans og er í senn óskynsamleg og óverjandi ákvörðun að mínu mati. Hækkunartakturinn stenst enga skoðun eða viðmið á vinnumarkaði. Til allrar hamingju er þetta undantekning frekar en regla hjá stærstu fyrirtækjum landsins. Það gerir hins vegar hvorki lítið úr alvarleika málsins né þeim dómgreindarbresti sem birtist í þessari ákvörðun.“ Fréttir af hækkun mánaðarlauna bankastjórans um 1,2 milljónir 1. júlí 2017 og aftur um 550 þúsund í apríl 2018 koma á versta tíma inn í viðkvæmar kjaraviðræður. Verkalýðsforystan hefur enda gagnrýnt hana harkalega um helgina. Halldór segir að launahækkunina þó ekki skapa svigrúm. „Svigrúm fyrirtækja til að hækka laun á almennum vinnumarkaði ræðst auðvitað ekki af ákvörðunum um laun landsbankastjóra sem SA hefur enga aðkomu að. Langflest fyrirtæki á Íslandi eru lítil og meðalstór og aðstæður hafa farið versnandi í hagkerfinu. Efnahagsuppsveiflunni er lokið og kjarasamningar verða að taka mið af þeirri efnahagslegu staðreynd. SA hafa á undanförnum árum hvatt til þess að launahækkanir stjórnenda væru í takti við aðrar hækkanir sem almennt hafa verið.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00