Bók Hallgríms kemur tvisvar fyrir á metsölulista Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 23:00 Bók Hallgríms er vinsæl með eindæmum Vísir/Valli/ Penninn Verðlaunabók Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini sem skilaði höfundinum Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrr í ár, er í áhugaverðri stöðu á metsölulista Pennans Eymundsson. Svo vill til að bókin er ekki bara í þriðja sæti yfir mest seldu bækur verslunarinnar heldur einnig í því fjórða. Ástæðan fyrir þessari einstöku stöðu er sú að í þriðja sæti situr innbundin útgáfa bókarinnar en í því fjórða er Sextíu kíló af sólskini í kilju. Penninn vakti athygli á þessu á Twitter í dag og sagði stöðu sem þessa vera sjaldgæfa. Bókin sjálf kom út rétt fyrir jólabókaflóðið og hefur væntanlega verið vinsæl jólagjöf til bókaorma og lestrarhesta landsins. Sjá má metsölulista Pennanns í færslunni hér að neðan. Einu bækurnar sem slá Hallgrími við eru Eldraunin eftir Horst og bók Jónínu Leósdóttur, Barnið sem hrópaði í hljóði.The same book is number 3 and 4 in Iceland... (hardcover and paperback versions) https://t.co/v66FzhvnGx — Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 9, 2019 Bókmenntir Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Verðlaunabók Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini sem skilaði höfundinum Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrr í ár, er í áhugaverðri stöðu á metsölulista Pennans Eymundsson. Svo vill til að bókin er ekki bara í þriðja sæti yfir mest seldu bækur verslunarinnar heldur einnig í því fjórða. Ástæðan fyrir þessari einstöku stöðu er sú að í þriðja sæti situr innbundin útgáfa bókarinnar en í því fjórða er Sextíu kíló af sólskini í kilju. Penninn vakti athygli á þessu á Twitter í dag og sagði stöðu sem þessa vera sjaldgæfa. Bókin sjálf kom út rétt fyrir jólabókaflóðið og hefur væntanlega verið vinsæl jólagjöf til bókaorma og lestrarhesta landsins. Sjá má metsölulista Pennanns í færslunni hér að neðan. Einu bækurnar sem slá Hallgrími við eru Eldraunin eftir Horst og bók Jónínu Leósdóttur, Barnið sem hrópaði í hljóði.The same book is number 3 and 4 in Iceland... (hardcover and paperback versions) https://t.co/v66FzhvnGx — Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 9, 2019
Bókmenntir Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira