Tekist á um innflutning á hráu kjöti á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 20:15 Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. Framsóknarmenn vilja leita leiða til að semja um undanþágur hjá Evrópusambandinu sem hingað til hafa ekki fengist. Hæstiréttur hefur dæmt að Íslendingar verði að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt ákvæðum samningsins um evrópska efnahagssvæðið og niðurstöðum EFTA dómstólsins og afnema þar með 30 daga frystiskyldu á innfluttu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar vill engu að síður reyna enn og aftur að fá undanþágur frá samningnum sem ekki hefur tekist í áralöngum viðræðum við Evrópusambandið. En Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra boðar frumvarp þar sem innflutningsbanni verði aflétt. Willum Þórsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður flokksins vöruðu við frumvarpi landbúnaðarráðherra á Alþingi í dag. „Bann við innflutningi hrás kjöt og sóttvarnir eru liður í sóttvörnum landsins og snúast um sérstöðu landsins til framtíðar. Með samþykkt á þessu frumvarpi erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöti,“ sagði Signý Halla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði íslensk stjórnvöld hafa reynt allt hvað þau gætu í tæpan áratug til að sniðganga EES samninginn í þessum efnum. „Það eru ennþá ráðherrar í ríkisstjórn sem telja að það sé jafnvel hægt að handvelja hvaða dómum á að fylgja eftir og hverja á að sniðganga,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir sem hafa verið að tala um óheftan innflutning á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kostar heldur hvað er í matnum,“ sagði Halla Signý. Þorgerður Katrín sagði þetta vera hræðsluáróður. „Og ég óttast það líka að ríkisstjórnin láti ekki bara undan hræðsluáróðrinum heldur fari líka að finna upp á nýjum leiðum til að brjóta á EES samningnum. Við skulum hafa það hugfast að það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að viðhalda EES samningnum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. Framsóknarmenn vilja leita leiða til að semja um undanþágur hjá Evrópusambandinu sem hingað til hafa ekki fengist. Hæstiréttur hefur dæmt að Íslendingar verði að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt ákvæðum samningsins um evrópska efnahagssvæðið og niðurstöðum EFTA dómstólsins og afnema þar með 30 daga frystiskyldu á innfluttu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar vill engu að síður reyna enn og aftur að fá undanþágur frá samningnum sem ekki hefur tekist í áralöngum viðræðum við Evrópusambandið. En Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra boðar frumvarp þar sem innflutningsbanni verði aflétt. Willum Þórsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður flokksins vöruðu við frumvarpi landbúnaðarráðherra á Alþingi í dag. „Bann við innflutningi hrás kjöt og sóttvarnir eru liður í sóttvörnum landsins og snúast um sérstöðu landsins til framtíðar. Með samþykkt á þessu frumvarpi erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöti,“ sagði Signý Halla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði íslensk stjórnvöld hafa reynt allt hvað þau gætu í tæpan áratug til að sniðganga EES samninginn í þessum efnum. „Það eru ennþá ráðherrar í ríkisstjórn sem telja að það sé jafnvel hægt að handvelja hvaða dómum á að fylgja eftir og hverja á að sniðganga,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir sem hafa verið að tala um óheftan innflutning á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kostar heldur hvað er í matnum,“ sagði Halla Signý. Þorgerður Katrín sagði þetta vera hræðsluáróður. „Og ég óttast það líka að ríkisstjórnin láti ekki bara undan hræðsluáróðrinum heldur fari líka að finna upp á nýjum leiðum til að brjóta á EES samningnum. Við skulum hafa það hugfast að það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að viðhalda EES samningnum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00
Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30