Nú verður þetta fyrst vandræðalegt: Dirk útilokar ekki að spila eitt ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 12:30 Dirk Nowitzki og Dwyane Wade fengu báðir að spila í Stjörnuleik NBA 2019 þrátt fyrir að hafa ekki verið valdir þangað samkvæmt hefðbundnum leiðum. Getty/Streeter Lecka Dirk Nowitzki hefur fengið ótal hjartnæmar kveðjur og oft verið sýndur mikill virðingarvottur á leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur. Það héldu allir að þetta yrði hans síðasta tímabil en það gæti breyst. Dirk Nowitzki hefur aldrei gefið það út sjálfur að körfuboltaskórnir færu upp á hillu í lok tímabilsins sem er hans 21. í NBA-deildinni. Kveðjustundin verður því kannski bara vorið 2020 en ekki vorið 2019.Starting again, Dirk still pondering one more year: Mavericks star Dirk Nowitzki has never said this would be his final season, despite receiving farewell tours around the NBA, and he said Wednesday night he'd still love to play next season if he feels… https://t.co/Xx26diCQkapic.twitter.com/IcIz0gDQbM — Daily NBA Fantasy (@DailyNBAFantasy) February 28, 2019 Ökklaaðgerðin síðasta vor kom vel út. Dirk missti af byrjun tímabilsins en hann er allur að braggast. Það hlýtur síðan að spila stóra rullu í öllu saman að Dallas Mavericks ætlar að bjóða upp á spennandi tíveyki á næstu leiktíð með þeim Luka Doncic og Kristaps Porzingis. „Ég myndi elska það að geta verið með þessum ungu strákum eitt ár í viðbót en það fer alveg eftir hvernig líkaminn verður,“ sagði Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt þar sem hann var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar á 22 mínútum í 110-101 sigri á Indiana Pacers. „Það hafa verið smá vandamál. Hnéð bólgnaði aðeins upp á síðustu vikum en mér líður núna betur og er að verða sterkari,“ sagði Dirk. Í leiknum á undan þá tók Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, leikhlé 9,4 sekúndum fyrir leikslok svo að Dirk Nowitzki gæti fengið heiðursskiptingu. Doc gekk svo langt að hann náði í hljóðnema vallarþularins og bað áhorfendum um að hylla Þjóðverjann.@DocRivers calls timeout so the crowd can show @swish41 love! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/VYK5bC3o6P — NBA (@NBA) February 26, 2019Það eru svona dramatískar kveðjur að undanförnu sem gætu litið svolítið vandræðalega út fari svo að Dirk Nowitzki spili sitt 22. tímabil í NBA-deildinni. Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili og þá fékk liðið á dögunum Lettann Kristaps Porzingis í skiptum frá New York Knicks. Kristaps Porzingis er að stíga upp úr hnémeiðslum og er ekki byrjaður að spila með Dallas en það efast enginn um að þar er frábær leikmaður á ferðinni. Porzingis er enn ungur (23 ára) og þess 221 sentímetra framherji ætti að geta myndað mjög spennandi tvíeyki með hinum 201 sentímetra Luka Doncic í framtíðinni. Dallas Mavericks hefur verið liðið hans Dirk Nowitzki undanfarna áratugi en er að verða liðið þeirra Doncic og Porzingis.Tonight will be @swish41 1500th career game...making him the 4th in NBA history! Congrats Dirk! #DirkNowitzkipic.twitter.com/XbHPq46Nfe — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 26, 2019 NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Dirk Nowitzki hefur fengið ótal hjartnæmar kveðjur og oft verið sýndur mikill virðingarvottur á leikjum sínum í NBA-deildinni í vetur. Það héldu allir að þetta yrði hans síðasta tímabil en það gæti breyst. Dirk Nowitzki hefur aldrei gefið það út sjálfur að körfuboltaskórnir færu upp á hillu í lok tímabilsins sem er hans 21. í NBA-deildinni. Kveðjustundin verður því kannski bara vorið 2020 en ekki vorið 2019.Starting again, Dirk still pondering one more year: Mavericks star Dirk Nowitzki has never said this would be his final season, despite receiving farewell tours around the NBA, and he said Wednesday night he'd still love to play next season if he feels… https://t.co/Xx26diCQkapic.twitter.com/IcIz0gDQbM — Daily NBA Fantasy (@DailyNBAFantasy) February 28, 2019 Ökklaaðgerðin síðasta vor kom vel út. Dirk missti af byrjun tímabilsins en hann er allur að braggast. Það hlýtur síðan að spila stóra rullu í öllu saman að Dallas Mavericks ætlar að bjóða upp á spennandi tíveyki á næstu leiktíð með þeim Luka Doncic og Kristaps Porzingis. „Ég myndi elska það að geta verið með þessum ungu strákum eitt ár í viðbót en það fer alveg eftir hvernig líkaminn verður,“ sagði Dirk Nowitzki eftir leikinn í nótt þar sem hann var með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar á 22 mínútum í 110-101 sigri á Indiana Pacers. „Það hafa verið smá vandamál. Hnéð bólgnaði aðeins upp á síðustu vikum en mér líður núna betur og er að verða sterkari,“ sagði Dirk. Í leiknum á undan þá tók Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, leikhlé 9,4 sekúndum fyrir leikslok svo að Dirk Nowitzki gæti fengið heiðursskiptingu. Doc gekk svo langt að hann náði í hljóðnema vallarþularins og bað áhorfendum um að hylla Þjóðverjann.@DocRivers calls timeout so the crowd can show @swish41 love! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/VYK5bC3o6P — NBA (@NBA) February 26, 2019Það eru svona dramatískar kveðjur að undanförnu sem gætu litið svolítið vandræðalega út fari svo að Dirk Nowitzki spili sitt 22. tímabil í NBA-deildinni. Slóvenski nýliðinn Luka Doncic hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili og þá fékk liðið á dögunum Lettann Kristaps Porzingis í skiptum frá New York Knicks. Kristaps Porzingis er að stíga upp úr hnémeiðslum og er ekki byrjaður að spila með Dallas en það efast enginn um að þar er frábær leikmaður á ferðinni. Porzingis er enn ungur (23 ára) og þess 221 sentímetra framherji ætti að geta myndað mjög spennandi tvíeyki með hinum 201 sentímetra Luka Doncic í framtíðinni. Dallas Mavericks hefur verið liðið hans Dirk Nowitzki undanfarna áratugi en er að verða liðið þeirra Doncic og Porzingis.Tonight will be @swish41 1500th career game...making him the 4th in NBA history! Congrats Dirk! #DirkNowitzkipic.twitter.com/XbHPq46Nfe — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 26, 2019
NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum