Fá reglulega tilkynningar um óhugnanlegt efni á borð við Momo Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 20:30 Myndir af hrollvekjandi brúðu sem hvetur börn til sjálfskaða eru nú í umferð víða á samfélagsmiðlum en verkefnastjóri ábendingalínu segir hana einungis eitt af mörgum svipuðum dæmum. Tilkynningar um óhugnalegt eða óviðeigandi efni fyrir börn berast reglulega til Barnaheilla og lögreglu. Fyrirbærið nefnist Momo og er upphaflega japanskur skúlptúr sem nefnist Mother Bird eða móðurfuglinn, með tilvísun í japanska þjóðsögu. Andlit listaverksins hefur hins vegar öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum en listamaðurinn sem skapaði brúðuna hefur tekið fyrir að tengjast því á nokkurn hátt. Óprúttnir aðilar hafa nýtt sér óhugnalegt andlit brúðunnar og klippt það inn í barnaefni á Youtube. Í einhverjum tilvikum er brúðan látin hvetja börn til þess að senda skilaboð í gegnum samskiptaforritið Whatsapp þar sem síðar er herjað á barnið með obeldisfullum skilaboðum og hvatningum til sjálfsskaða. Hefur lögregla víða varað við því að þarna gætu tölvuþrjótar verið á ferð, sem reyna að komast yfir persónuupplýsingar með þessum hætti. Samtökin Barnaheill halda úti ábeningalínu sem rekin er í samstarfi við lögreglu. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir ábendingar um óviðeigandi efni á internetinu reglulega berast. „Það getur til dæmis verið svona efni. Þar sem börn eru hvött til þess að skaða sjálf sig.“ Momo sé hvorki fyrsta né síðasta efnið af þessum toga. „Það hefur til að mynda verið áður í umræðunni mjög óhugnalegar áskoranir ýmiss konar sem eru sérstaklega miðaðar að því að hvetja börn til alls konar skaðlegrar hegðunar. Það er auðvitað mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem gengur um netið.“ Foreldrar geti hugað að öryggisstIllingum og haft varann á en mikilvægast sé að eiga samtal um ábyrga nethegðun. „Að upplýsa börnin. Gera þau fær um að bregðast við á réttan hátt fyrirfram og reyna að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir áföllum af þessum leiðinda Momo.“ Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Myndir af hrollvekjandi brúðu sem hvetur börn til sjálfskaða eru nú í umferð víða á samfélagsmiðlum en verkefnastjóri ábendingalínu segir hana einungis eitt af mörgum svipuðum dæmum. Tilkynningar um óhugnalegt eða óviðeigandi efni fyrir börn berast reglulega til Barnaheilla og lögreglu. Fyrirbærið nefnist Momo og er upphaflega japanskur skúlptúr sem nefnist Mother Bird eða móðurfuglinn, með tilvísun í japanska þjóðsögu. Andlit listaverksins hefur hins vegar öðlast sjálfstætt líf á samfélagsmiðlum en listamaðurinn sem skapaði brúðuna hefur tekið fyrir að tengjast því á nokkurn hátt. Óprúttnir aðilar hafa nýtt sér óhugnalegt andlit brúðunnar og klippt það inn í barnaefni á Youtube. Í einhverjum tilvikum er brúðan látin hvetja börn til þess að senda skilaboð í gegnum samskiptaforritið Whatsapp þar sem síðar er herjað á barnið með obeldisfullum skilaboðum og hvatningum til sjálfsskaða. Hefur lögregla víða varað við því að þarna gætu tölvuþrjótar verið á ferð, sem reyna að komast yfir persónuupplýsingar með þessum hætti. Samtökin Barnaheill halda úti ábeningalínu sem rekin er í samstarfi við lögreglu. Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir ábendingar um óviðeigandi efni á internetinu reglulega berast. „Það getur til dæmis verið svona efni. Þar sem börn eru hvött til þess að skaða sjálf sig.“ Momo sé hvorki fyrsta né síðasta efnið af þessum toga. „Það hefur til að mynda verið áður í umræðunni mjög óhugnalegar áskoranir ýmiss konar sem eru sérstaklega miðaðar að því að hvetja börn til alls konar skaðlegrar hegðunar. Það er auðvitað mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um það sem gengur um netið.“ Foreldrar geti hugað að öryggisstIllingum og haft varann á en mikilvægast sé að eiga samtal um ábyrga nethegðun. „Að upplýsa börnin. Gera þau fær um að bregðast við á réttan hátt fyrirfram og reyna að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir áföllum af þessum leiðinda Momo.“
Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05 Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. 27. febrúar 2019 13:05
Brá þegar hann sá líkindin milli Katrínar og Momo Halldór Baldursson sver fyrir það að vera maðurinn á bak við hryllingsdúkkuna. 27. febrúar 2019 17:11