Hrollvekjandi brúða herjar á börn á netinu og hvetur þau til að skaða sig Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 13:05 Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri. Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Brúða með hrollvekjandi glott hvetur börn á samfélagsmiðlum til að skaða sig og svipta sig lífi. Lögreglan á Bretlandseyjum hefur varað foreldra við þessu fyrirbæri sem hefur skotið upp kollinum innan myndefnis á YouTube sem er ætlað börnum. Dúkkan hvetur börnin til að bæta henni við á tengiliðalista þeirra á samskiptaforritinu WhatsApp þar sem hún herjar á þau með ofbeldisfullum myndum og áskorunum. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC þar sem vísað er í tilkynningu frá lögreglunni á Norður-Írlandi sem segir að stóra málið varðandi þetta fyrirbæri sé að þarna séu klárlega hakkarar á ferð með það að markmiði að afla upplýsinga um notendur.Skelfilegt efni Í tilkynningunni frá lögreglunni kemur fram að hvaðan sem þetta kemur og hver sé að baki þessu ógeðfellda fyrirbæri þá sé ekki um það deilt að efnið sem þessi dúkka sendir frá sér sé skelfilegt. Lögreglan í Norður-Írlandi hafði fregnir af atviki í Bandaríkjunum þar sem samskipti barns við dúkkuna sáust. Heyrðist uggvænleg rödd af upptöku skipa barninu að leggja hníf að hálsi sér. Þá er fjölskyldumeðlimum hótað skaða ef áskorun er ekki lokið.Eru börn sögð berskjölduð gagnvart svona óværu og eru foreldrar hvattir til að hafa opin augu gagnvart hættumerkjum.Vísir/GettyLögreglan tekur fram að nokkrar útgáfur séu af þessu og þá séu að sjálfsögðu sprottnar upp eftirhermur af þessu uppátæki. Segir lögreglan að þetta sé enn eitt dæmið um hætturnar sem leynast á netinu og þá sérstaklega hvernig það er notað til að fá aðgengi að börnum. Árið 2017 var það fyrirbæri sem hefur verið kallað „Blue Whale“ en í dag sé það Momo. Þó Momo verði kveðið niður þá tekur eitthvað annað við og því nauðsynlegt að vera ávallt á varðbergi.Gefa foreldrum ráð Er mælst til þess að foreldrar einblíni ekki einungis á þetta fyrirbæri sem Momo er heldur að þeir gangi úr skugga um hvaða efni börnin þeirra hafi aðgang að á netinu. Þá sé nauðsynlegt að börnin átti sig á mikilvægi þess að veita ekki ókunnugum persónuupplýsingar. Auk þess þurfi einnig að kenna börnunum að enginn hafi rétt á því að láta þau gera eitthvað sem þau vilja ekki gera. Einnig þurfi að tryggja að nauðsynlegar stillingar séu á aðgangi barna að raftækjum til að takmarka aðgengi þeirra að skaðlegu efni á netinu. Eru foreldrar beðnir um að fylgjast með hættumerkjum hjá börnunum, þar á meðal ef þau reyna að fara leynt með netnotkun sína, af þau verja miklum tíma á netinu eða samfélagsmiðlum, ef þau reyna í miklum flýti að hylja skjáinn þegar einhver nálgast, ef þau einangra sig eða verða reið eftir að hafa verið á netinu eða átt í samskiptum í gegnum raftæki og ef fjöldi nýrra símanúmera eða tölvupóstfanga er að finna í tækjum þeirra. Þetta fyrirbæri hefur vakið athygli hjá íslenskum foreldrum og hefur ein móðir vakið athygli á þessu óhugnanlega fyrirbæri.
Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira