Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum Ari Brynjólfsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður framsóknar. Framsóknarflokkurinn hefur ekki gefið það út hvort flokkurinn muni styðja frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, sagði á þingi í gær að Framsóknarmenn muni bregðast við málinu af hörku og það eigi að leita allra leiða til þess að verja sérstöðu Íslands á sviði landbúnaðarmála. Flokkurinn hélt fund á Hótel Sögu í síðustu viku um hrein matvæli og heilbrigði dýra. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa þétt raðirnar í flokknum í andstöðu við frumvarpið og skapað samstöðu sem flokknum hefur vantað í kjölfar klofnings flokksins fyrir einu og hálfu ári síðan. Daginn fyrir fundinn var frumvarpið sett í samráðsgátt stjórnvalda en frumvarpið heimilar innflutning á hráu kjöti og eggjum frá löndum innan EES. Kristján Þór sagði í síðustu viku að stjórnvöld hafi ekki átt annarra kosta völ í kjölfar dóma Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Við Framsóknarmenn teljum að nauðsynlegt sé að bregðast við af talsverðri hörku í málinu en það getur verið að við þurfum einfaldlega að horfa á þetta sem tvö mál,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Annars vegar sé að bregðast við dómunum og hins vegar að verja sérstöðu Íslands þegar kemur að heilsu búfjár og sjúkdómastöðu. „Evrópusambandið hefur ekki léð máls á að skilja þann hluta málsins og ég tel að við eigum að taka það upp og gera samhliða.“ Guðni segir frumvarpið uppgjöf og það þurfi að fara lengra með málið. „Forsendurnar eru breyttar frá því ég var ráðherra og barðist gegn þessu. Þá var verið að tala um gin- og klaufaveiki, í dag erum við að tala um eitruð matvæli. Kjöt sem er svikin vara og veldur skaða,“ segir Guðni. „Þetta á ekki að vera neitt álitamál. Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að taka málið upp á vettvangi EES. Þar eru greinilega fyrirvarar sem snúa að dýraheilsu og dýravernd.“ Varðandi stöðuna í flokknum segir Guðni klofning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr flokknum og átök hans og Sigurðar Inga hafa haft sín áhrif. Flokkurinn sé hins vegar að þétta raðirnar með andstöðu við frumvarpið. „Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn, segir í ljóði. Þá dó barn. Stundum þarf það til svo menn þjappist saman og sjái sína hagsmuni.“ Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur ekki gefið það út hvort flokkurinn muni styðja frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, sagði á þingi í gær að Framsóknarmenn muni bregðast við málinu af hörku og það eigi að leita allra leiða til þess að verja sérstöðu Íslands á sviði landbúnaðarmála. Flokkurinn hélt fund á Hótel Sögu í síðustu viku um hrein matvæli og heilbrigði dýra. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa þétt raðirnar í flokknum í andstöðu við frumvarpið og skapað samstöðu sem flokknum hefur vantað í kjölfar klofnings flokksins fyrir einu og hálfu ári síðan. Daginn fyrir fundinn var frumvarpið sett í samráðsgátt stjórnvalda en frumvarpið heimilar innflutning á hráu kjöti og eggjum frá löndum innan EES. Kristján Þór sagði í síðustu viku að stjórnvöld hafi ekki átt annarra kosta völ í kjölfar dóma Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Við Framsóknarmenn teljum að nauðsynlegt sé að bregðast við af talsverðri hörku í málinu en það getur verið að við þurfum einfaldlega að horfa á þetta sem tvö mál,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Annars vegar sé að bregðast við dómunum og hins vegar að verja sérstöðu Íslands þegar kemur að heilsu búfjár og sjúkdómastöðu. „Evrópusambandið hefur ekki léð máls á að skilja þann hluta málsins og ég tel að við eigum að taka það upp og gera samhliða.“ Guðni segir frumvarpið uppgjöf og það þurfi að fara lengra með málið. „Forsendurnar eru breyttar frá því ég var ráðherra og barðist gegn þessu. Þá var verið að tala um gin- og klaufaveiki, í dag erum við að tala um eitruð matvæli. Kjöt sem er svikin vara og veldur skaða,“ segir Guðni. „Þetta á ekki að vera neitt álitamál. Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að taka málið upp á vettvangi EES. Þar eru greinilega fyrirvarar sem snúa að dýraheilsu og dýravernd.“ Varðandi stöðuna í flokknum segir Guðni klofning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr flokknum og átök hans og Sigurðar Inga hafa haft sín áhrif. Flokkurinn sé hins vegar að þétta raðirnar með andstöðu við frumvarpið. „Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn, segir í ljóði. Þá dó barn. Stundum þarf það til svo menn þjappist saman og sjái sína hagsmuni.“
Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15