Sjáðu mjög flotta Nike auglýsingu um „brjálaðar“ íþróttakonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 09:30 Serena Williams. Getty/Quinn Rooney Íþróttakonur heimsins fengu sviðsljósið og öflug hvatningarorð í nýjustu auglýsingu Nike sem var frumsýnd í sjónvarpsútsendingunni frá Óskarsverðlaunum í Bandaríkjunum í nótt. Tenniskonan Serena Williams fór þar yfir stöðu þeirra íþróttakvenna sem ruddu brautina en þessi sigursæla tenniskona hefur verið andlit íþróttavöruframleiðandans Nike um nokkurn tíma. Auglýsingin er mjög vel heppnuð en þar eru teknar fyrir þær íþróttakonur sem hafa brotið niður múra, sameinað fólk í gegnum íþróttir og með því haft mikil áhrif á næstu kynslóðir íþróttakvenna.Show them what crazy dreams can do. #justdoitpic.twitter.com/3fo2XMVkBT — Nike (@Nike) February 24, 2019 Serena fer með áhrifamikinn texta í auglýsingunni á meðan við sjáum frægar myndir af afrekum kvenna í íþróttasögunni. Þar á meðal eru WNBA-körfuboltakonan Lisa Leslie, fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Alex Morgan, aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs, Becky Hammon og skylmingakonan Ibtihaj Muhammad, „Ef við sýnum tilfinningar þá erum við dramatískar, ef við viljum spila á móti körlum þá erum við klikkaðar og ef okkur dreymir um jöfn tækifæri þá erum við blekkja okkur sjálfar,“ segir Serena Williams í auglýsingunni. „Ef við erum of góðar þá er eitthvað að okkur. Þegar við verðum reiðar þá erum við móðursjúkar, órökrænar eða bara hreinlega brjálaðar,“ segir Serena en heldur áfram: „Það þótti brjálæði þegar kona ætlaði að hlaupa maraþon, það var brjálæði þegar kona ætlaði að keppa í hnefaleikum, kona sem treður boltanum í körfuna, brjálæði, kona að þjálfa NBA-lið, brjálæði, kona sem keppir í hettuslæðu, kona sem breytti íþróttinni sinni, kona sem lendir ofurstökki eða kona sem vinnur 23 risatitla, eignast barn en vill samt koma til baka fyrir meira. Brjálæði, brjálæði, brjálæði og brjálæði,“ segir Serena. „Ef þeir vilja brjálæði, þá skulum við sýna þeim hvað brjálaðar íþróttakonur geta gert,“ sagði Serena. Það má sjá þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan.JUST IN: A look at Nike’s “Dream Crazier” spot that will debut during tonight’s #Oscars . Narrated by @serenawilliams, the spot shines a spotlight on female athletes who have broken barriers, brought people together through the power of sport, and inspired generations. pic.twitter.com/mAnz7ERSga — Front Office Sports (@frntofficesport) February 24, 2019 Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Íþróttakonur heimsins fengu sviðsljósið og öflug hvatningarorð í nýjustu auglýsingu Nike sem var frumsýnd í sjónvarpsútsendingunni frá Óskarsverðlaunum í Bandaríkjunum í nótt. Tenniskonan Serena Williams fór þar yfir stöðu þeirra íþróttakvenna sem ruddu brautina en þessi sigursæla tenniskona hefur verið andlit íþróttavöruframleiðandans Nike um nokkurn tíma. Auglýsingin er mjög vel heppnuð en þar eru teknar fyrir þær íþróttakonur sem hafa brotið niður múra, sameinað fólk í gegnum íþróttir og með því haft mikil áhrif á næstu kynslóðir íþróttakvenna.Show them what crazy dreams can do. #justdoitpic.twitter.com/3fo2XMVkBT — Nike (@Nike) February 24, 2019 Serena fer með áhrifamikinn texta í auglýsingunni á meðan við sjáum frægar myndir af afrekum kvenna í íþróttasögunni. Þar á meðal eru WNBA-körfuboltakonan Lisa Leslie, fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Alex Morgan, aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs, Becky Hammon og skylmingakonan Ibtihaj Muhammad, „Ef við sýnum tilfinningar þá erum við dramatískar, ef við viljum spila á móti körlum þá erum við klikkaðar og ef okkur dreymir um jöfn tækifæri þá erum við blekkja okkur sjálfar,“ segir Serena Williams í auglýsingunni. „Ef við erum of góðar þá er eitthvað að okkur. Þegar við verðum reiðar þá erum við móðursjúkar, órökrænar eða bara hreinlega brjálaðar,“ segir Serena en heldur áfram: „Það þótti brjálæði þegar kona ætlaði að hlaupa maraþon, það var brjálæði þegar kona ætlaði að keppa í hnefaleikum, kona sem treður boltanum í körfuna, brjálæði, kona að þjálfa NBA-lið, brjálæði, kona sem keppir í hettuslæðu, kona sem breytti íþróttinni sinni, kona sem lendir ofurstökki eða kona sem vinnur 23 risatitla, eignast barn en vill samt koma til baka fyrir meira. Brjálæði, brjálæði, brjálæði og brjálæði,“ segir Serena. „Ef þeir vilja brjálæði, þá skulum við sýna þeim hvað brjálaðar íþróttakonur geta gert,“ sagði Serena. Það má sjá þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan.JUST IN: A look at Nike’s “Dream Crazier” spot that will debut during tonight’s #Oscars . Narrated by @serenawilliams, the spot shines a spotlight on female athletes who have broken barriers, brought people together through the power of sport, and inspired generations. pic.twitter.com/mAnz7ERSga — Front Office Sports (@frntofficesport) February 24, 2019
Íþróttir Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira