Ungi maðurinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:00 „Við tökum ekki við snertilausri greiðslu með síma.“ Veröldin hrundi. Ég var búin að láta mig dreyma um mjólkurkaffi og múffu síðan ég vaknaði snemma um morguninn og dröslaðist á æfingu – í þreytuþokunni hafði ég gleymt greiðslukortinu. Á meðan ég hugsaði um aðrar leiðir til að nálgast verðlaunin heyrðist í ungum manni sem saup úr nýlöguðum kaffibolla: „Ég skal borga fyrir þig.“ Ég þakkaði manninum eins og hann hefði bjargað lífi mínu. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa verið í sömu sporum og þá hafi aðrir boðist til að borga fyrir hann. Hann langaði að endurgjalda greiðann – þó svo að ég hefði aldrei hjálpað honum. Orð hans fengu mig til að hugsa. Ef ég væri í sæti unga mannsins þá hefði ég líklega hugsað: „Æ, mikið er hún óheppin þessi,“ og haldið áfram að sötra kaffið. Ekki út af mannvonsku, heldur hugsunarleysi. Sem er umhugsunarvert því að rétta fram hjálparhönd gagnast ekki einungis þeim sem er hjálparþurfi. Rannsókn á fólki með kvíða og þunglyndi sýndi að það skipti miklu máli hvort það beindi athyglinni að því að bæta eigin sjálfsímynd eða að hjálpa öðrum. Ef þau fengu sjálfmiðuð verkefni eins og að láta aðra taka eftir sér þá versnuðu kvíða- og þunglyndiseinkenni. Aftur á móti leið þeim betur sem var falið að gera eitthvað fyrir aðra eins og að fara með vin út að borða í hádeginu. Ég geri mér grein fyrir að kaffihúsadæmið er hreint lúxusvandamál (svona eftir á að hyggja) en það má heimfæra á margt annað í lífinu. Eru það kannski þessu litlu hlutir sem skipta mestu máli? Að taka eftir hvert öðru og vera tilbúin að rétta hjálparhönd. Þó svo að maður hafi aldrei hitt viðkomandi áður. Eins og ungi maðurinn á kaffihúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
„Við tökum ekki við snertilausri greiðslu með síma.“ Veröldin hrundi. Ég var búin að láta mig dreyma um mjólkurkaffi og múffu síðan ég vaknaði snemma um morguninn og dröslaðist á æfingu – í þreytuþokunni hafði ég gleymt greiðslukortinu. Á meðan ég hugsaði um aðrar leiðir til að nálgast verðlaunin heyrðist í ungum manni sem saup úr nýlöguðum kaffibolla: „Ég skal borga fyrir þig.“ Ég þakkaði manninum eins og hann hefði bjargað lífi mínu. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa verið í sömu sporum og þá hafi aðrir boðist til að borga fyrir hann. Hann langaði að endurgjalda greiðann – þó svo að ég hefði aldrei hjálpað honum. Orð hans fengu mig til að hugsa. Ef ég væri í sæti unga mannsins þá hefði ég líklega hugsað: „Æ, mikið er hún óheppin þessi,“ og haldið áfram að sötra kaffið. Ekki út af mannvonsku, heldur hugsunarleysi. Sem er umhugsunarvert því að rétta fram hjálparhönd gagnast ekki einungis þeim sem er hjálparþurfi. Rannsókn á fólki með kvíða og þunglyndi sýndi að það skipti miklu máli hvort það beindi athyglinni að því að bæta eigin sjálfsímynd eða að hjálpa öðrum. Ef þau fengu sjálfmiðuð verkefni eins og að láta aðra taka eftir sér þá versnuðu kvíða- og þunglyndiseinkenni. Aftur á móti leið þeim betur sem var falið að gera eitthvað fyrir aðra eins og að fara með vin út að borða í hádeginu. Ég geri mér grein fyrir að kaffihúsadæmið er hreint lúxusvandamál (svona eftir á að hyggja) en það má heimfæra á margt annað í lífinu. Eru það kannski þessu litlu hlutir sem skipta mestu máli? Að taka eftir hvert öðru og vera tilbúin að rétta hjálparhönd. Þó svo að maður hafi aldrei hitt viðkomandi áður. Eins og ungi maðurinn á kaffihúsinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar