Líkti kynferðisofbeldi gegn börnum við mannfórnir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2019 19:46 Frans páfi. Vatíkanið/Getty Frans páfi hefur heitið því að kaþólska kirkjan muni taka hart á hvers kyns kynferðisofbeldi gegn börnum sem viðgengist hefur innan kirkjunnar. Hann segir kynferðisbrotamenn innan klerkastéttarinnar vera „verkfæri djöfulsins“ og lofar því að kirkjan muni skoða hvert barnaníðsmál af fullri alvöru. Páfinn hélt tölu í lok ráðstefnu rómansk-kaþólsku kirkjunnar gegn barnaníði þar sem þessi orð, meðal annarra, voru látin falla. „Ég minnist þeirra grimmilegu trúarhátta sem eitt sinn voru við lýði víðs vegar í mörgum menningarsamfélögum, þar sem manneskjum var fórnað, og þá gjarnan börnum,“ sagði páfinn í ræðu sinni sem sló botninn í ráðstefnuna sem staðið hefur yfir síðastliðna fjóra daga. „Grimmd þessa heimslæga verknaðar verður jafnvel enn alvarlegri og smánarlegri innan kirkjunnar, því hann fer þvert gegn því siðferðislega fordæmi og trúverðugleika sem kirkjan hefur. Hin heilaga persóna, kosin af Guði til þess að leiða sálir til frelsunar, gefur sig eigin breyskleika og sjúkdómi á vald, og verður þannig verkfæri djöfulsins,“ sagði páfinn í ræðunni. Hann bætti þá við að fórnarlömb kynferðisofbeldis yrðu gerð að forgangsatriði innan kirkjunnar og lofaði að binda endi á hvers kyns yfirhylmingu með slíkum málum og að gerendur myndu fá að gjalda fyrir glæpi sína. Páfinn sá sig þá einnig knúinn til þess að leggja áherslu á að kynferðisleg misnotkun á börnum væri „útbreitt fyrirbrigði í allri menningu og samfélögum.“ Páfagarður MeToo Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31 Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Frans páfi hefur heitið því að kaþólska kirkjan muni taka hart á hvers kyns kynferðisofbeldi gegn börnum sem viðgengist hefur innan kirkjunnar. Hann segir kynferðisbrotamenn innan klerkastéttarinnar vera „verkfæri djöfulsins“ og lofar því að kirkjan muni skoða hvert barnaníðsmál af fullri alvöru. Páfinn hélt tölu í lok ráðstefnu rómansk-kaþólsku kirkjunnar gegn barnaníði þar sem þessi orð, meðal annarra, voru látin falla. „Ég minnist þeirra grimmilegu trúarhátta sem eitt sinn voru við lýði víðs vegar í mörgum menningarsamfélögum, þar sem manneskjum var fórnað, og þá gjarnan börnum,“ sagði páfinn í ræðu sinni sem sló botninn í ráðstefnuna sem staðið hefur yfir síðastliðna fjóra daga. „Grimmd þessa heimslæga verknaðar verður jafnvel enn alvarlegri og smánarlegri innan kirkjunnar, því hann fer þvert gegn því siðferðislega fordæmi og trúverðugleika sem kirkjan hefur. Hin heilaga persóna, kosin af Guði til þess að leiða sálir til frelsunar, gefur sig eigin breyskleika og sjúkdómi á vald, og verður þannig verkfæri djöfulsins,“ sagði páfinn í ræðunni. Hann bætti þá við að fórnarlömb kynferðisofbeldis yrðu gerð að forgangsatriði innan kirkjunnar og lofaði að binda endi á hvers kyns yfirhylmingu með slíkum málum og að gerendur myndu fá að gjalda fyrir glæpi sína. Páfinn sá sig þá einnig knúinn til þess að leggja áherslu á að kynferðisleg misnotkun á börnum væri „útbreitt fyrirbrigði í allri menningu og samfélögum.“
Páfagarður MeToo Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31 Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16
Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31
Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11