Heyið dettur niður á fóðurganginn í nýju fjósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Eitt glæsilegasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á Spóastöðum í Biskupstungum en fjósið, sem er hátæknifjós með tveimur mjaltaþjónum, var byggt á rúmlega sjö mánuðum. Fóðurkerfi fjóssins vekur sérstaka athygli en það er uppi í loftinu og lætur heyið detta á fóðurganginn þar sem kýrnar taka fagnandi á móti því. Nýja fjósið er stálgrindahús frá Landstólpa í Skeiða og Gnúpverjahreppi, alls um 1550 fermetrar að stærð með plássi fyrir 140 kýr. Það er hátt til lofts í fjósinu, mjög rúmt á gripunum enda vellíðan þeirra sett í fyrsta sæti. Það eru bræðurnir á Spóastöðum, þeir Þórarinn og Ingvi og Þorfinnur, pabbi þeirra sem byggðu nýja fjósi en bræðurnir sjá þó mest um fjósið með aðstoð síns fólks. Tveir mjaltaþjónar eru í fjósinu af fullkomnustu gerð þar sem þeir sjá um að þvo spenana vel og vandlega áður en mjaltaækin fara sjálfkrafa upp á þá. Kýrnar hafa frjálst val um hvenær þær fara í þjónana eins og í öllum mjaltaþjónum. Mjaltaþjónarnir sýna nákvæmlega hversu mikil mjólk kemur úr hverjum spena og hvað kýrin mjólkaði mikið síðast þegar hún var í mjaltaþjóninum.Mjög rúmt er á gripunum í nýja fjósinu og þar líður þeim greinilega vel.Kálfarnir í nýja fjósinu hafa það einstaklega gott á hálminum en þegar fréttamaður skoðaði nýja fjósið var ein kýrin einmitt nýborin og sá Þórarinn um að færa hana og kálfinn í sér stíu, á hálm og í gott pláss.Kýrnar taka fagnandi á móti heyinu þegar það dettur niður til þeirra með nýja fóðurkerfinu.Magnús HlynurFóðurkerfið í nýja fjósinu vekur sérstaka athygli. Á hverjum morgni er fóður gefið í sérstakan matara fyrir daginn, sem sér um að hræra heyinu saman. Það fer síðan á færiband sem liðast um allt fjósið fyrir ofan kýrnar og lætur heyið detta niður á fóðurganginn þeirra þar sem þær taka með glöðu geði á móti því.Þórarinn Þorfinnsson segir að fjölskyldan á Spóastöðunum sé mjög ánægð með nýja fjósið og allan aðbúnað fyrir kýrnar í því.Magnús HlynurÞórarinn segir að kerfið virki mjög vel, það gefi fimm sinnum á dag. Hann segir að mikil ánægja sé með nýja fjósið, feðgarnir séu jú enn að læra á það en greinilegt sé að kúnum líði vel og séu hæstánægðar með nýja heimilið sitt. Fjósið kostaði um 200 milljónir króna. Kýrnar eru alsælar í nýja fjósinu.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira