FH tók gullið á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2019 17:26 Guðbjörg Jóna vann til gullverðlauna i dag. vísir/getty Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira
Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira