Er ég tuddi á skólalóð? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. febrúar 2019 07:00 Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar