Guðbjörg Jóna Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 16:19 Guðbjörg Jóna skaust upp á stjörnuhimininn síðasta sumar mynd/skjáskot Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi innanhúss. Juan Ramon Borges vann á sjónarmun í sömu vegalengd. Guðbjörg kom fyrst í mark í úrslitunum í 60 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands sem haldið er í Kaplakrika um helgina. Sigurtíminn var 7,54 sekúndur, þrettán sekúndubrotum betri en hjá Hafdísi Sigurðardóttur sem lenti í öðru sæti. Andrea Torfadóttir varð þriðja á 7,69 sem er jöfnun á hennar besta árangri. Íslandsmetið í greininni á Tiana Ósk Whitworth frá því í fyrra 7,47 sekúndur. Í karlaflokki hreppti Juan Ramon Borges Íslandsmeistaratitilinn. Hann kom í mark á sama tíma og Ísak Óli Traustason, 7,07 sekúndum, en vann á sjónarmun. Þriðji varð Guðmundur Ágúst Thoroddsen á 7,12 sekúndum. Guðbjörg Jóna var einnig á meðal keppenda í 400 metra hlaupi en þar varð hún að gera sér silfrið að góðu. Hún kom í mark á 56,38 sekúndum en sigurtíminn var 56,22. Hann átti Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH. Mark Wesley Johnson gerði sér lítið fyrir og vann stangarstökk karla en hann er nýbúinn að draga fram skóna af hillunni. Hann stökk hæst 4,50 metra. Guðmundur Karl Úlfarsson varð annar og Þovaldur Tumi Baldursson þriðji. María Rún Gunnlaugsdóttir hreppti Íslandsmeistaratitilinn í hástökki með því að stökkva 1,70 metra. Kristín Liv Svabo Jónsdóttir varð önnur og Helga Þóra Sigurjónsdóttir þriðja. Í þrístökki var Irma Gunnarsdóttir hlutskörpust með stökki upp á 12,03 metra sem er bæting á hennar besta árangri. Hún vann með nokkrum yfirburðum en Hildigunnur Þórarinsdóttir var önnur með lengst 11,71 metra. Kristinn Torfason vann þrístökkskeppni karla með stökki upp á 14,30 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson varð annar og Viktor Logi Pétursson þriðji. Frjálsar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi innanhúss. Juan Ramon Borges vann á sjónarmun í sömu vegalengd. Guðbjörg kom fyrst í mark í úrslitunum í 60 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands sem haldið er í Kaplakrika um helgina. Sigurtíminn var 7,54 sekúndur, þrettán sekúndubrotum betri en hjá Hafdísi Sigurðardóttur sem lenti í öðru sæti. Andrea Torfadóttir varð þriðja á 7,69 sem er jöfnun á hennar besta árangri. Íslandsmetið í greininni á Tiana Ósk Whitworth frá því í fyrra 7,47 sekúndur. Í karlaflokki hreppti Juan Ramon Borges Íslandsmeistaratitilinn. Hann kom í mark á sama tíma og Ísak Óli Traustason, 7,07 sekúndum, en vann á sjónarmun. Þriðji varð Guðmundur Ágúst Thoroddsen á 7,12 sekúndum. Guðbjörg Jóna var einnig á meðal keppenda í 400 metra hlaupi en þar varð hún að gera sér silfrið að góðu. Hún kom í mark á 56,38 sekúndum en sigurtíminn var 56,22. Hann átti Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH. Mark Wesley Johnson gerði sér lítið fyrir og vann stangarstökk karla en hann er nýbúinn að draga fram skóna af hillunni. Hann stökk hæst 4,50 metra. Guðmundur Karl Úlfarsson varð annar og Þovaldur Tumi Baldursson þriðji. María Rún Gunnlaugsdóttir hreppti Íslandsmeistaratitilinn í hástökki með því að stökkva 1,70 metra. Kristín Liv Svabo Jónsdóttir varð önnur og Helga Þóra Sigurjónsdóttir þriðja. Í þrístökki var Irma Gunnarsdóttir hlutskörpust með stökki upp á 12,03 metra sem er bæting á hennar besta árangri. Hún vann með nokkrum yfirburðum en Hildigunnur Þórarinsdóttir var önnur með lengst 11,71 metra. Kristinn Torfason vann þrístökkskeppni karla með stökki upp á 14,30 metra. Bjarki Rúnar Kristinsson varð annar og Viktor Logi Pétursson þriðji.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sjá meira