Nicole Kidman sagði nei við Söru og þess vegna segir Sara aldrei nei í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 13:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Nicole Kidman. Samsett mynd/Instagram og Getty Íslenska CrossFit afrekskonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær mikla athygli hvert sem hún fer og það er engin breyting á því í London þar sem okkar kona keppir á CrossFit mótinu „Strength In Depth“ um helgina, en hún var fengin í viðtal á persónulegum nótum við komuna til Englands. Mótið um helgina gefur farseðil á heimsleikana í Madison í haust en þetta verður þriðja tilraun Söru. Sara endaði í þriðja sæti á mótum í Dúbaí í desember og í Miami í janúar. Nú fær hún annað tækifæri í Lundúnum. CrossFit áhugamaðurinn sem kallar sig TeamRICHEY á Youtube fékk Söru í viðtal eftir að hún mætti til London. Viðtalið er á léttu nótunum og spyrillinn reynir að kynnast manneskjunni sem í henni býr frekar en spyrja Söru einhverra klassískra íþróttamannaspurninga. Umræðan hefst á mat og því sem gæti verið með í matartöskunni sem Sara hefur meðferðis til London. Sara viðurkenndi strax að vera hugsa um það. Sara staðfesti líka bæði að hún elski pizzu og að hún vilji ananas á pizzuna sína. „Hann gerir pizzuna svo ferska,“ sagði Sara. Sara var líka tilbúin að segja frá uppáhaldslagalistanum sinn á Spotify sem heitir „oldie goldir“, en hún bjó hann til í svo mikilli flýti að hún sló r í stað fyrir e í lok nafnsins. Þegar myndbandið var gert átti lagalistinn aðeins 191 fylgjanda en það má búast við mikilli fjölgun þar eftir þessa auglýsingu frá íslensku CrossFit drottningunni. „Ég elska klassískt rokk,“ segir Sara og viðurkennir að hún sé ein af þessum týpum sem syngur af fullum krafti í bílnum. Sara segir líka frá fyrsta bílnum sínum sem var græn Nissan Micra. View this post on InstagramMet with those two today. We strolled around and talked and now it´s on YouTube _ _ Check it out; https://youtu.be/EWuV89J9iuw _ _ _ #reamrichey @carrichey @wanderlust_pocahontas #wheninlondon #SID A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 21, 2019 at 10:43am PST Sara elskar Netflix og segist vera að horfa á þáttaröðina „Vikings“ sem á nú vel við hjá afrekskonu frá Íslandi. Hún horfir líka mikið á Friends þættina. Sara segir að uppáhalds myndin sín sé Forrest Gump. „Lífið er eins og súkkulaðiaskja og þú veist aldrei hvernig mola þú færð,“ segir Sara hlæjandi. „Ég var líka hrifin af myndinni Almost Famous. Þú verður að sjá hana því þetta er svo góð mynd,“ segir Sara. Sara er greinilega mikil kvikmyndaáhugakona og hún sagði líka frá því þegar hún fraus við það að rekast á leikkonuna Nicole Kidman. Kidman var uppáhaldsleikkonan hennar og það var stór stund að hitta hana út í Whole Foods verslun í Nashville. „Ég fór til hennar og spurði hvort ég mætti taka mynd af mér og henni saman en hún sagði nei. Hjartað mitt brotnaði. Ég sagði bara allt í lagi, bless,“ sagði Sara og bætti við: „Þegar fólk biður mig um mynd þá get ég aldrei sagt nei eftir að hafa upplifað þessa stund,“ sagði Sara. Ef Sara mætti hitta hvern sem hún vildi yrði Jimi Hendrix fyrir valinu (af þeim sem eru ekki lengur lifandi) ásamt tenniskonunni Serenu Williams. „Vonandi fæ ég að hitta hana einhvern tímann,“ segir Sara. Sara og spyrillinn halda áfram og það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. 24. janúar 2019 17:00 Enn verið að spyrja CrossFit stelpurnar okkar hvort þær búi í snjóhúsi Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær greinilega enn þá að heyra skrýtnar spurningar á CrossFit vegferð sinni um heiminn. 7. febrúar 2019 08:30 Þrjár íslenskar CrossFit drottningar á leið til London Næstu farseðlar á heimsleikana í CrossFit í haust verða í boði á CrossFit-mótinu „Strength In Depth“ sem fer fram í London 23. til 24. febrúar næstkomandi. 19. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Íslenska CrossFit afrekskonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær mikla athygli hvert sem hún fer og það er engin breyting á því í London þar sem okkar kona keppir á CrossFit mótinu „Strength In Depth“ um helgina, en hún var fengin í viðtal á persónulegum nótum við komuna til Englands. Mótið um helgina gefur farseðil á heimsleikana í Madison í haust en þetta verður þriðja tilraun Söru. Sara endaði í þriðja sæti á mótum í Dúbaí í desember og í Miami í janúar. Nú fær hún annað tækifæri í Lundúnum. CrossFit áhugamaðurinn sem kallar sig TeamRICHEY á Youtube fékk Söru í viðtal eftir að hún mætti til London. Viðtalið er á léttu nótunum og spyrillinn reynir að kynnast manneskjunni sem í henni býr frekar en spyrja Söru einhverra klassískra íþróttamannaspurninga. Umræðan hefst á mat og því sem gæti verið með í matartöskunni sem Sara hefur meðferðis til London. Sara viðurkenndi strax að vera hugsa um það. Sara staðfesti líka bæði að hún elski pizzu og að hún vilji ananas á pizzuna sína. „Hann gerir pizzuna svo ferska,“ sagði Sara. Sara var líka tilbúin að segja frá uppáhaldslagalistanum sinn á Spotify sem heitir „oldie goldir“, en hún bjó hann til í svo mikilli flýti að hún sló r í stað fyrir e í lok nafnsins. Þegar myndbandið var gert átti lagalistinn aðeins 191 fylgjanda en það má búast við mikilli fjölgun þar eftir þessa auglýsingu frá íslensku CrossFit drottningunni. „Ég elska klassískt rokk,“ segir Sara og viðurkennir að hún sé ein af þessum týpum sem syngur af fullum krafti í bílnum. Sara segir líka frá fyrsta bílnum sínum sem var græn Nissan Micra. View this post on InstagramMet with those two today. We strolled around and talked and now it´s on YouTube _ _ Check it out; https://youtu.be/EWuV89J9iuw _ _ _ #reamrichey @carrichey @wanderlust_pocahontas #wheninlondon #SID A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 21, 2019 at 10:43am PST Sara elskar Netflix og segist vera að horfa á þáttaröðina „Vikings“ sem á nú vel við hjá afrekskonu frá Íslandi. Hún horfir líka mikið á Friends þættina. Sara segir að uppáhalds myndin sín sé Forrest Gump. „Lífið er eins og súkkulaðiaskja og þú veist aldrei hvernig mola þú færð,“ segir Sara hlæjandi. „Ég var líka hrifin af myndinni Almost Famous. Þú verður að sjá hana því þetta er svo góð mynd,“ segir Sara. Sara er greinilega mikil kvikmyndaáhugakona og hún sagði líka frá því þegar hún fraus við það að rekast á leikkonuna Nicole Kidman. Kidman var uppáhaldsleikkonan hennar og það var stór stund að hitta hana út í Whole Foods verslun í Nashville. „Ég fór til hennar og spurði hvort ég mætti taka mynd af mér og henni saman en hún sagði nei. Hjartað mitt brotnaði. Ég sagði bara allt í lagi, bless,“ sagði Sara og bætti við: „Þegar fólk biður mig um mynd þá get ég aldrei sagt nei eftir að hafa upplifað þessa stund,“ sagði Sara. Ef Sara mætti hitta hvern sem hún vildi yrði Jimi Hendrix fyrir valinu (af þeim sem eru ekki lengur lifandi) ásamt tenniskonunni Serenu Williams. „Vonandi fæ ég að hitta hana einhvern tímann,“ segir Sara. Sara og spyrillinn halda áfram og það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. 24. janúar 2019 17:00 Enn verið að spyrja CrossFit stelpurnar okkar hvort þær búi í snjóhúsi Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær greinilega enn þá að heyra skrýtnar spurningar á CrossFit vegferð sinni um heiminn. 7. febrúar 2019 08:30 Þrjár íslenskar CrossFit drottningar á leið til London Næstu farseðlar á heimsleikana í CrossFit í haust verða í boði á CrossFit-mótinu „Strength In Depth“ sem fer fram í London 23. til 24. febrúar næstkomandi. 19. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Sara: Ekki alveg komin til baka en ég er á leiðinni Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur endað í þriðja sæti á tveimur fyrstu mótunum sem hafa gefið sætið á heimsleikunum í CrossFit í ágúst. Hún á því ennþá eftir að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana í haust. 24. janúar 2019 17:00
Enn verið að spyrja CrossFit stelpurnar okkar hvort þær búi í snjóhúsi Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fær greinilega enn þá að heyra skrýtnar spurningar á CrossFit vegferð sinni um heiminn. 7. febrúar 2019 08:30
Þrjár íslenskar CrossFit drottningar á leið til London Næstu farseðlar á heimsleikana í CrossFit í haust verða í boði á CrossFit-mótinu „Strength In Depth“ sem fer fram í London 23. til 24. febrúar næstkomandi. 19. febrúar 2019 13:00