Tveir lykilleikmenn kveðja Hjörvar Ólafsson skrifar 21. febrúar 2019 14:30 Hlynur og Jón Arnór. Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson sem báðir eru fæddir árið 1982 og hafa leikið með yngri landsliðum og síðar A-landsliðinu í tæpa tvo áratugi og leikið samtals 225 landsleiki fyrir A-landsliðið munu leika sinn síðasta landsleik í kvöld. Benedikt Rúnar Guðmundsson körfuboltaþjálfari þjálfaði þá báða þegar þeir voru táningar hjá KR og hann segir að það hafi fljótlega komið í ljós að þeir myndu báðir ná langt í körfuboltanum. „Hvað Jón Arnór varðar þá hafði hann náttúrulega hæfileika en var mjög hrár þegar hann byrjaði að æfa körfubolta. Hann hafði allt sem var ekki hægt að kenna og fljótur að pikka upp það sem var hægt að kenna. Hlynur var mikill karakter og strax mikil fyrirliðatýpa,“ segir Benedikt um leikmennina tvo sem eru að leggja landsliðsskóna á hilluna. „Ég var svo með puttana í því þegar Jón Arnór var að fara í háskóla í Bandaríkjunum og ég sendi upplýsingar um hann og myndefni af honum á bestu háskóla Bandaríkjanna sem vildu allir fá hann til sín. Hann fer svo í Artesiu í Kaliforníu sem var þá einn af bestu háskólum landsins. Það eru því í raun Bandaríkin sem uppgötva það á undan hversu góður leikmaður hann er,“ segir Benedikt um Jón Arnór. „Þaðan fer Jón Arnór svo til Evrópu til þess að spila og þar sér Don Nelson, sem sér um að fylgjast með hæfileikaríkum leikmönnum í Evrópu, hann spila og býður honum til Dallas. Ef að hann hefði verið þolinmóður hefði hann pottþétt komist inn í róteringuna hjá Dalls Mavericks. Hann var hins vegar ungur og ákafur og vildi mikinn spiltíma og fór því til Evrópu aftur,“ segir Benedikt enn fremur um sinn gamla lærisvein. „Mér fannst Jón Arnór bestur þegar hann var hjá Roma og Napoli og þá var hann klárlega á pari við bestu leikmenn heims. Roma var á þeim tíma sem Jón Arnór var þar að spila æfingaleiki við NBA-lið sem voru jafnir leikir og leikmenn að fara frá Evrópu og brilleruðu svo í NBA. Evrópuboltinn er að mörgu leyti erfiðari hvað það varðar að vera með góða tölfræði þar sem þar er spiluð harðari vörn og meiri liðsbolti,“ segir Benedikt. „Þetta er tími sem ég hef kviðið fyrir hönd íslenska landsliðsins í töluverðan tíma, það er að kynslóðin sem Jón Arnór og Hlynur tilheyra hverfur öll á braut. Það eru margir sem vanmeta þátt Hlyns í þeim uppgangi sem hefur verið hjá liðinu undanfarinn áratug. Fráköstin, karakterinn og það hversu vel hann hefur spilað á móti stærstu og bestu leikmönnum heims er algerlega aðdáunarvert. Það verður erfitt að fylla skarð þessara miklu höfðingja,“ segir Benedikt um brotthvarf Jóns Arnórs og Hlyns. Hlynur Bæringsson segir erfitt að meðtaka það að leikur Íslands og Portúgal í undankeppni EuroBasket 2021 verði hans síðasti í treyju íslenska landsliðsins eftir nítján ára landsliðsferil. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Það er langur tími að baki og þetta lið hefur verið stór hluti af lífi manns. Það myndast örugglega talsvert tómarúm eftir þetta þegar landsliðið er að spila í framtíðinni. Það er skemmtilegt að líta til baka en á sama tíma verður eftirsjá og sorglegt þegar þetta er búið. Maður hefur miðað öll fríin út frá þessu í tæpa tvo áratugi en kannski bara kominn tími á þetta,“ segir Hlynur og heldur áfram: „Tilfinningarnar munu eflaust hellast yfir mig eftir leik þegar félagarnir hittast, þá gæti ég orðið klökkur. Þetta hefur verið risastór hlutur af lífi okkar og mótað mann. Þetta tómarúm sem kemur er algengt hjá íþróttamönnum, hvað kemur í staðinn fyrir þetta. Það er erfitt að finna þessa keppnistilfinningu aftur, að spila ekki aftur fyrir framan allt þetta fólk, en ég tel mig ágætlega undir það búinn.“ Jón Arnór Stefánsson segist ekki hafa velt sér mikið upp úr því í aðdraganda leiksins að þetta verði hans 100. og síðasti landsleikur fyrir Ísland þegar Ísland tekur á móti Portúgal í kvöld. „Í aðdragandanum hef ég verið frekar rólegur en þegar það styttist í leikinn þá vakna ef til vill fleiri tilfinningar. Þegar ég lít til baka á ferilinn er þakklæti efst í huga mínum. Þetta eru nítján ár sem manni finnst í dag að hafi liðið eins og augnablik og minningarnar eru aðallega jákvæðar þegar ég lít í baksýnisspegilinn. Það sem stendur upp úr er að komast á Eurobasket. Það hefði verið súrt að horfa til baka og hafa ekki þetta til að líta til baka á. Við tókum mikið stökk getulega og um leið bættist umgjörðin í kringum landsliðið á hverju ári,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég er ofboðslega ánægður að fá að leika síðasta leikinn á sama tíma og Hlynur. Ég var ekki búinn að ræða um þetta við hann en við komum úr sama árgangi og spiluðum um tíma saman í yngri flokkunum í KR. Fyrir vikið erum við ótrúlega góðir vinir og gott að fá að deila þessari stund sem við munum eiga saman. Hefði kannski verið skrýtið að kveðja einn.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Jón Arnór Stefánsson kveður landsliðið annað kvöld. 20. febrúar 2019 20:30 Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson sem báðir eru fæddir árið 1982 og hafa leikið með yngri landsliðum og síðar A-landsliðinu í tæpa tvo áratugi og leikið samtals 225 landsleiki fyrir A-landsliðið munu leika sinn síðasta landsleik í kvöld. Benedikt Rúnar Guðmundsson körfuboltaþjálfari þjálfaði þá báða þegar þeir voru táningar hjá KR og hann segir að það hafi fljótlega komið í ljós að þeir myndu báðir ná langt í körfuboltanum. „Hvað Jón Arnór varðar þá hafði hann náttúrulega hæfileika en var mjög hrár þegar hann byrjaði að æfa körfubolta. Hann hafði allt sem var ekki hægt að kenna og fljótur að pikka upp það sem var hægt að kenna. Hlynur var mikill karakter og strax mikil fyrirliðatýpa,“ segir Benedikt um leikmennina tvo sem eru að leggja landsliðsskóna á hilluna. „Ég var svo með puttana í því þegar Jón Arnór var að fara í háskóla í Bandaríkjunum og ég sendi upplýsingar um hann og myndefni af honum á bestu háskóla Bandaríkjanna sem vildu allir fá hann til sín. Hann fer svo í Artesiu í Kaliforníu sem var þá einn af bestu háskólum landsins. Það eru því í raun Bandaríkin sem uppgötva það á undan hversu góður leikmaður hann er,“ segir Benedikt um Jón Arnór. „Þaðan fer Jón Arnór svo til Evrópu til þess að spila og þar sér Don Nelson, sem sér um að fylgjast með hæfileikaríkum leikmönnum í Evrópu, hann spila og býður honum til Dallas. Ef að hann hefði verið þolinmóður hefði hann pottþétt komist inn í róteringuna hjá Dalls Mavericks. Hann var hins vegar ungur og ákafur og vildi mikinn spiltíma og fór því til Evrópu aftur,“ segir Benedikt enn fremur um sinn gamla lærisvein. „Mér fannst Jón Arnór bestur þegar hann var hjá Roma og Napoli og þá var hann klárlega á pari við bestu leikmenn heims. Roma var á þeim tíma sem Jón Arnór var þar að spila æfingaleiki við NBA-lið sem voru jafnir leikir og leikmenn að fara frá Evrópu og brilleruðu svo í NBA. Evrópuboltinn er að mörgu leyti erfiðari hvað það varðar að vera með góða tölfræði þar sem þar er spiluð harðari vörn og meiri liðsbolti,“ segir Benedikt. „Þetta er tími sem ég hef kviðið fyrir hönd íslenska landsliðsins í töluverðan tíma, það er að kynslóðin sem Jón Arnór og Hlynur tilheyra hverfur öll á braut. Það eru margir sem vanmeta þátt Hlyns í þeim uppgangi sem hefur verið hjá liðinu undanfarinn áratug. Fráköstin, karakterinn og það hversu vel hann hefur spilað á móti stærstu og bestu leikmönnum heims er algerlega aðdáunarvert. Það verður erfitt að fylla skarð þessara miklu höfðingja,“ segir Benedikt um brotthvarf Jóns Arnórs og Hlyns. Hlynur Bæringsson segir erfitt að meðtaka það að leikur Íslands og Portúgal í undankeppni EuroBasket 2021 verði hans síðasti í treyju íslenska landsliðsins eftir nítján ára landsliðsferil. „Þetta er mjög skrýtin tilfinning. Það er langur tími að baki og þetta lið hefur verið stór hluti af lífi manns. Það myndast örugglega talsvert tómarúm eftir þetta þegar landsliðið er að spila í framtíðinni. Það er skemmtilegt að líta til baka en á sama tíma verður eftirsjá og sorglegt þegar þetta er búið. Maður hefur miðað öll fríin út frá þessu í tæpa tvo áratugi en kannski bara kominn tími á þetta,“ segir Hlynur og heldur áfram: „Tilfinningarnar munu eflaust hellast yfir mig eftir leik þegar félagarnir hittast, þá gæti ég orðið klökkur. Þetta hefur verið risastór hlutur af lífi okkar og mótað mann. Þetta tómarúm sem kemur er algengt hjá íþróttamönnum, hvað kemur í staðinn fyrir þetta. Það er erfitt að finna þessa keppnistilfinningu aftur, að spila ekki aftur fyrir framan allt þetta fólk, en ég tel mig ágætlega undir það búinn.“ Jón Arnór Stefánsson segist ekki hafa velt sér mikið upp úr því í aðdraganda leiksins að þetta verði hans 100. og síðasti landsleikur fyrir Ísland þegar Ísland tekur á móti Portúgal í kvöld. „Í aðdragandanum hef ég verið frekar rólegur en þegar það styttist í leikinn þá vakna ef til vill fleiri tilfinningar. Þegar ég lít til baka á ferilinn er þakklæti efst í huga mínum. Þetta eru nítján ár sem manni finnst í dag að hafi liðið eins og augnablik og minningarnar eru aðallega jákvæðar þegar ég lít í baksýnisspegilinn. Það sem stendur upp úr er að komast á Eurobasket. Það hefði verið súrt að horfa til baka og hafa ekki þetta til að líta til baka á. Við tókum mikið stökk getulega og um leið bættist umgjörðin í kringum landsliðið á hverju ári,“ segir Jón Arnór og heldur áfram: „Ég er ofboðslega ánægður að fá að leika síðasta leikinn á sama tíma og Hlynur. Ég var ekki búinn að ræða um þetta við hann en við komum úr sama árgangi og spiluðum um tíma saman í yngri flokkunum í KR. Fyrir vikið erum við ótrúlega góðir vinir og gott að fá að deila þessari stund sem við munum eiga saman. Hefði kannski verið skrýtið að kveðja einn.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Tengdar fréttir Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Jón Arnór Stefánsson kveður landsliðið annað kvöld. 20. febrúar 2019 20:30 Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Jón Arnór Stefánsson kveður landsliðið annað kvöld. 20. febrúar 2019 20:30
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30
Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn