Telur að verkföll gætu fellt garðyrkjubændur Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2019 07:30 Garðyrkja skapar fjölda starfa og framleiðir vistvæna afurð fyrir landsmenn. Fyrirtæki í greininni standa ekki traustum fótum að mati framkvæmdastjóra sölufélags garðyrkjumanna. Fréttablaðið/Stefán Ylrækt hér á landi stendur illa rekstrarlega að mati Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna. Hann segir síðustu tvö rekstrarár hafa verið afar erfið fyrir greinina og segir verkföll geta haft alvarlegar afleiðingar. Hagstofan birti í gær útdrátt úr rekstrar- og efnahagsyfirliti nytjaplönturæktar árin 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækja sem rækta grænmeti hefur minnkað mikið. „Rekstrarskilyrði greinarinnar eru orðin erfið og ég tala nú ekki um árið 2018 sem var einnig gríðarlega erfitt rekstrarár. Svo horfir einnig þannig við að árið 2019 gæti orðið afar erfitt,“ segir Gunnlaugur.Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubændaUndanfarið hefur mikil umræða verið um kolefnisspor matvælanna sem við neytum og íslenskt grænmeti því kjörin fæða þar sem kolefnisspor þeirra matvæla er með því minnsta sem völ er á. Gunnlaugur bendir á að hægt sé að keppa í gæðum en það sé afar erfitt að keppa í verði við innflutt grænmeti. „Ef við skoðum rafmagnskostnað og flutningskostnað á rafmagni auk launa sem hafa hækkað um tugi prósenta á fáum árum þá sjáum við að það kreppir að. Þá erum við á þeim stað að við þurfum að hugsa um hvort við ætlum að velta kostnaðarhækkuninni út í verðlagið. Það er ekki hlaupið að því í þessu umhverfi,“ segir Gunnlaugur. „Við getum ekki keppt við verðið á innfluttu grænmeti en við getum hæglega keppt í gæðum. Einnig viljum við hafa íslenskt grænmeti á markaði og þess vegna þarf að bregðast við,“ bætir Gunnlaugur við. „Ég get lofað því að ef við lendum í verkföllum sem munu stöðva framleiðslu einhverra garðyrkjubænda þá munum við sjá gjaldþrot í greininni, það er alveg öruggt. Þetta er mjög erfið staða og ég vona að menn finni leiðir til að ná sáttum á almennum vinnumarkaði án verkfalla.“ Gunnlaugur bendir á að útflutningur er hafinn á agúrkum en eftirspurn er eftir vörunni bæði í Færeyjum og Danmörku. „Við getum keppt á þeim markaði í gæðum og íslenska agúrkan selst vel á þessum mörkuðum sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt,“ bætir Gunnlaugur við. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Ylrækt hér á landi stendur illa rekstrarlega að mati Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna. Hann segir síðustu tvö rekstrarár hafa verið afar erfið fyrir greinina og segir verkföll geta haft alvarlegar afleiðingar. Hagstofan birti í gær útdrátt úr rekstrar- og efnahagsyfirliti nytjaplönturæktar árin 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækja sem rækta grænmeti hefur minnkað mikið. „Rekstrarskilyrði greinarinnar eru orðin erfið og ég tala nú ekki um árið 2018 sem var einnig gríðarlega erfitt rekstrarár. Svo horfir einnig þannig við að árið 2019 gæti orðið afar erfitt,“ segir Gunnlaugur.Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubændaUndanfarið hefur mikil umræða verið um kolefnisspor matvælanna sem við neytum og íslenskt grænmeti því kjörin fæða þar sem kolefnisspor þeirra matvæla er með því minnsta sem völ er á. Gunnlaugur bendir á að hægt sé að keppa í gæðum en það sé afar erfitt að keppa í verði við innflutt grænmeti. „Ef við skoðum rafmagnskostnað og flutningskostnað á rafmagni auk launa sem hafa hækkað um tugi prósenta á fáum árum þá sjáum við að það kreppir að. Þá erum við á þeim stað að við þurfum að hugsa um hvort við ætlum að velta kostnaðarhækkuninni út í verðlagið. Það er ekki hlaupið að því í þessu umhverfi,“ segir Gunnlaugur. „Við getum ekki keppt við verðið á innfluttu grænmeti en við getum hæglega keppt í gæðum. Einnig viljum við hafa íslenskt grænmeti á markaði og þess vegna þarf að bregðast við,“ bætir Gunnlaugur við. „Ég get lofað því að ef við lendum í verkföllum sem munu stöðva framleiðslu einhverra garðyrkjubænda þá munum við sjá gjaldþrot í greininni, það er alveg öruggt. Þetta er mjög erfið staða og ég vona að menn finni leiðir til að ná sáttum á almennum vinnumarkaði án verkfalla.“ Gunnlaugur bendir á að útflutningur er hafinn á agúrkum en eftirspurn er eftir vörunni bæði í Færeyjum og Danmörku. „Við getum keppt á þeim markaði í gæðum og íslenska agúrkan selst vel á þessum mörkuðum sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt,“ bætir Gunnlaugur við.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira