Brýnt að foreldrar setji mörk um leikjaspilun Ari Brynjólfsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Nemendur í Háaleitisskóla fóru að spila borðspil eftir að skólastjórnendur bönnuðu tölvuleikjaspilun á bókasafni skólans. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri hafi óheftan aðgang að tölvu og geri fátt annað utan veggja skóla en að spila tölvuleikinn Fortnite. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að foreldrar eigi ekki að hika við að setja mörk. „Það eru dæmi um að börn hætti að mæta á íþróttaæfingar eða hætti að fara út með vinum sínum því þau eru alltaf að spila þennan leik,“ segir Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL. „Þau eru þá að missa af mikilvægri þroskahvetjandi virkni. Skjátími getur verið þroskahvetjandi þegar honum er stillt í hóf, en slæmur og þroskaletjandi í óhófi,“ segir Björn Hann segir mikla spilun geta haft slæm áhrif á félagslegan þroska og samskiptafærni barna. Þegar um er að ræða tilfelli þar sem barn hefur spilað í óhófi árum saman eigi það á hættu að verða greint með leikjaröskun. Skólastjóri Háaleitisskóla segir aðeins hafa þurft leiðbeiningar til að snúa nemendum frá tölvuleikjum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir mikla umræðu meðal foreldra um leikinn. Það þurfi hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að börn spili leiki sem ætlaðir eru þeirra aldurshópi ef þau sinna námi, vinum, borði hollt og sofi nóg. „Um leið og börn eru farin að fela notkunina ítrekað, gera sér upp veikindi til að spila og vanrækja þessa grunnþætti þá þarf að grípa í taumana.“ Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, segir að þar hafi margir áhyggjur af óheftum aðgangi barna að tölvuleikjum og netinu utan skólans. Dæmi séu um að börn allt niður í átta ára spili leikinn án eftirlits. „Þetta er samt bara einn angi af stóru máli sem varðar oft óheftan aðgang barna að neti og tölvuleikjum og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera meðvituð,“ segir Arndís. Í Háaleitisskóla komust skólastjórnendur að því nýverið að börn voru í leikjum í tölvunum á bókasafninu. Í kjölfarið voru settar upp leiðbeiningar við tölvurnar um að þær séu aðeins ætlaðar til verkefnavinnu. Hanna G. Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla, segir að það hafi skipt sköpum. „Það var eins og nemendurnir hefðu orðið fegnir þegar við bönnuðum tölvuleikina. Þau fóru öll að spila borðspil og við þurftum að auka við spilasafnið.“ Segir hún að börn vilji að þeim séu sett mörk. „Við trúðum þessu ekki. Eitt lítið spjald og við erum hætt að sjá þau spila tölvuleiki. Fullorðna fólkið þarf að setja sig í stellingar og þora að taka afstöðu með börnunum og gegn óheftum aðgangi að tölvuleikjum.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Borðspil Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira