Kynjajafnrétti og Viagra Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. mars 2019 08:15 Þekkir þú einkenni hjartaáfalls? Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur skilið milli lífs og dauða. Hugsaðu aðeins málið … Fyrr, nú og um framtíð Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Þau skilaboð bárust frá skóla fimm ára dóttur minnar hér í London að í stað skólabúnings mættu börnin, í tilefni dagsins, klæðast fatnaði í grænu, hvítu og fjólubláu; einkennislitum súffragettanna, breskra kvenréttindakvenna við upphaf 20. aldar. Þegar ég púslaði saman múnderingu fyrir dótturina kom á mig fát. Hvernig útskýrir maður alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir fimm ára barni? Átti ég að segja dóttur minni sem stýrir sinni litlu veröld – foreldrum, bróður og vinum – af jafnglæfralegu sjálfsöryggi og framkvæmdastjóri fyrirtækis með hagstæða ársfjórðungsskýrslu undir handleggnum að til sé fólk sem telur hana síður hæfa en stráka til að stýra heiminum? Átti ég að segja henni að einu sinni hafi kynsystur hennar ekki átt neitt og ekki mátt neitt? Leiddi slíkt ekki til komplexa? Þegar jafnréttisbaráttan var komin jafnlangt og raun ber vitni, var það ekki óþarfa fórnarlambavæðing að einblína stöðugt á það litla sem vantaði upp á? Ég hafði rifið allt út úr fataskáp dótturinnar án þess að finna eina einustu fjólubláa spjör og var við það að hefja undirskriftasöfnun gegn alþjóðlegum baráttudegi kvenna þegar dyrabjallan hringdi. Fyrir utan dyrnar stóð sendill frá vefbókaverslun Amazon með pappakassa sem í var harkaleg áminning um nauðsyn aljóðlegs baráttudags kvenna – fyrr, nú og um ókomna framtíð. Jaðartilfelli Flestir þekkja einkenni hjartaáfalls: Þyngsli fyrir brjósti, eins og fíll sitji á brjóstkassanum. Ekki rétt? Rétt. Nema þegar það er rangt. Einkenni hjartaáfalls hjá konum eru oft önnur en hjá körlum. Þegar kona fær hjartaáfall lýsir það sér gjarnan sem ógleði, þreyta og verkur í kjálka, baki eða öxlum. Bókin Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men eftir Caroline Criado-Perez sem kom út í vikunni er sláandi úttekt á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. „Upplifun karlmannsins og sjónarhorn karlmannsins eru talin algild,“ skrifar Criado-Perez. „Upplifun kvenna hins vegar – upplifun helmings mannkyns – er metin sem jaðartilfelli.“ Á 21. öld þekkjum við ekki einkenni hjartaáfalls hjá konum – bara körlum. Það eru 50% meiri líkur á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls en karl. En ekki nóg með það: Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr sjaldnast höfð með. Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabbameinsvaldandi efna á snyrtistofum sem naglasnyrtar anda að sér í miklum mæli. Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. 70% meiri líkur eru á að rafmagnstækið Google Home skilji karlmannsrödd en kvenmannsrödd. Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Aðeins 28% barna sem beðin eru um að teikna vísindamann teikna mynd af konu. Súffragetturnar kunna að tilheyra sögunni. Það gerir kerfislæg mismunun í garð kvenna hins vegar ekki. Í ljósi tölfræðinnar ættu allir dagar að vera alþjóðlegir baráttudagar kvenna. Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur nefnilega skilið milli lífs og dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þekkir þú einkenni hjartaáfalls? Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur skilið milli lífs og dauða. Hugsaðu aðeins málið … Fyrr, nú og um framtíð Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Þau skilaboð bárust frá skóla fimm ára dóttur minnar hér í London að í stað skólabúnings mættu börnin, í tilefni dagsins, klæðast fatnaði í grænu, hvítu og fjólubláu; einkennislitum súffragettanna, breskra kvenréttindakvenna við upphaf 20. aldar. Þegar ég púslaði saman múnderingu fyrir dótturina kom á mig fát. Hvernig útskýrir maður alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir fimm ára barni? Átti ég að segja dóttur minni sem stýrir sinni litlu veröld – foreldrum, bróður og vinum – af jafnglæfralegu sjálfsöryggi og framkvæmdastjóri fyrirtækis með hagstæða ársfjórðungsskýrslu undir handleggnum að til sé fólk sem telur hana síður hæfa en stráka til að stýra heiminum? Átti ég að segja henni að einu sinni hafi kynsystur hennar ekki átt neitt og ekki mátt neitt? Leiddi slíkt ekki til komplexa? Þegar jafnréttisbaráttan var komin jafnlangt og raun ber vitni, var það ekki óþarfa fórnarlambavæðing að einblína stöðugt á það litla sem vantaði upp á? Ég hafði rifið allt út úr fataskáp dótturinnar án þess að finna eina einustu fjólubláa spjör og var við það að hefja undirskriftasöfnun gegn alþjóðlegum baráttudegi kvenna þegar dyrabjallan hringdi. Fyrir utan dyrnar stóð sendill frá vefbókaverslun Amazon með pappakassa sem í var harkaleg áminning um nauðsyn aljóðlegs baráttudags kvenna – fyrr, nú og um ókomna framtíð. Jaðartilfelli Flestir þekkja einkenni hjartaáfalls: Þyngsli fyrir brjósti, eins og fíll sitji á brjóstkassanum. Ekki rétt? Rétt. Nema þegar það er rangt. Einkenni hjartaáfalls hjá konum eru oft önnur en hjá körlum. Þegar kona fær hjartaáfall lýsir það sér gjarnan sem ógleði, þreyta og verkur í kjálka, baki eða öxlum. Bókin Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men eftir Caroline Criado-Perez sem kom út í vikunni er sláandi úttekt á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. „Upplifun karlmannsins og sjónarhorn karlmannsins eru talin algild,“ skrifar Criado-Perez. „Upplifun kvenna hins vegar – upplifun helmings mannkyns – er metin sem jaðartilfelli.“ Á 21. öld þekkjum við ekki einkenni hjartaáfalls hjá konum – bara körlum. Það eru 50% meiri líkur á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls en karl. En ekki nóg með það: Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr sjaldnast höfð með. Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum. Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi. Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabbameinsvaldandi efna á snyrtistofum sem naglasnyrtar anda að sér í miklum mæli. Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla. 70% meiri líkur eru á að rafmagnstækið Google Home skilji karlmannsrödd en kvenmannsrödd. Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum. Aðeins 28% barna sem beðin eru um að teikna vísindamann teikna mynd af konu. Súffragetturnar kunna að tilheyra sögunni. Það gerir kerfislæg mismunun í garð kvenna hins vegar ekki. Í ljósi tölfræðinnar ættu allir dagar að vera alþjóðlegir baráttudagar kvenna. Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur nefnilega skilið milli lífs og dauða.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun