Flest fíkniefni hrynja í verði Baldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2019 09:00 Verðlagning á fíkniefnum hefur engan veginn haldið í við verðlag frá aldamótum. Samkvæmt nýrri könnun SÁÁ, sem mánaðarlega kannar verðlag á fíkniefnum, hafa flestar tegundir fíkniefna staðið í stað í krónum talið frá aldamótum, eða því sem næst. Verðið hefur lækkað mjög á flestum fíkniefnum frá því í fyrra. Læknadópið Contalgin er eina dópið, sem selt hefur verið allar götur frá árinu 2000, sem hefur hækkað í verði að raunvirði. Verð á amfetamíni, LSD, hassi og e-töflum hefur í grófum dráttum staðið í stað undanfarna tvo áratugi. Þetta dóp kostar það sama í krónum talið – sem þýðir að verðið hefur hrunið að raunvirði. Verð á fíkniefnum helst jafnan í hendur við framboð og eftirspurn. Ef marka má þá venju má gera ráð fyrir að nóg sé til af öllum tegundum fíkniefna. Verðið á götunniContalgin skammturinn kostaði 1.200 krónur árið 2000, Verðið fór upp í 5.000 krónur árið 2009 en lækkaði svo niður í 4.000. Í fyrra rauk verðið upp í 8.000 krónur en stendur nú 5.000 krónum, samkvæmt könnun SÁÁ. Verðhækkunin nemur 292% frá árinu 2000.Verð á amfetamíni, LSD, hassi og e-töflum, hefur í grófum dráttum staðið í stað undanfarna tvo áratugi. Þetta dóp kostar það sama í krónum talið - sem þýðir að verðið hefur hrunið að raunvirði. Sem dæmi má nefna að E-tafla kostaði 2.960 krónur árið 2000 en kostar 2.100 krónur í dag. Ef verðið hefði fylgt þróun vísitölu neysluverðs myndi e-taflan kosta 7.000 krónur í dag. Segja má að verð hafi snarlækkað á fíkniefnum frá því upphafi árs í fyrra. Kókaín hefur lækkað úr 17 þúsund krónum í 14.600 krónur, Contalgin úr 8.000 í 5.000 og amfetamín úr 4.500 í 3.300 krónum. Hass hefur lækkað úr 3.800 krónum í 2.300 krónur, e-töflur úr 3.000 krónum í 2.100 og LSD úr 3.000 í 750 krónur, samkvæmt könnuninni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljarðavelta á fíkniefnamarkaði á Íslandi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi velti milljörðum. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Verðlagning á fíkniefnum hefur engan veginn haldið í við verðlag frá aldamótum. Samkvæmt nýrri könnun SÁÁ, sem mánaðarlega kannar verðlag á fíkniefnum, hafa flestar tegundir fíkniefna staðið í stað í krónum talið frá aldamótum, eða því sem næst. Verðið hefur lækkað mjög á flestum fíkniefnum frá því í fyrra. Læknadópið Contalgin er eina dópið, sem selt hefur verið allar götur frá árinu 2000, sem hefur hækkað í verði að raunvirði. Verð á amfetamíni, LSD, hassi og e-töflum hefur í grófum dráttum staðið í stað undanfarna tvo áratugi. Þetta dóp kostar það sama í krónum talið – sem þýðir að verðið hefur hrunið að raunvirði. Verð á fíkniefnum helst jafnan í hendur við framboð og eftirspurn. Ef marka má þá venju má gera ráð fyrir að nóg sé til af öllum tegundum fíkniefna. Verðið á götunniContalgin skammturinn kostaði 1.200 krónur árið 2000, Verðið fór upp í 5.000 krónur árið 2009 en lækkaði svo niður í 4.000. Í fyrra rauk verðið upp í 8.000 krónur en stendur nú 5.000 krónum, samkvæmt könnun SÁÁ. Verðhækkunin nemur 292% frá árinu 2000.Verð á amfetamíni, LSD, hassi og e-töflum, hefur í grófum dráttum staðið í stað undanfarna tvo áratugi. Þetta dóp kostar það sama í krónum talið - sem þýðir að verðið hefur hrunið að raunvirði. Sem dæmi má nefna að E-tafla kostaði 2.960 krónur árið 2000 en kostar 2.100 krónur í dag. Ef verðið hefði fylgt þróun vísitölu neysluverðs myndi e-taflan kosta 7.000 krónur í dag. Segja má að verð hafi snarlækkað á fíkniefnum frá því upphafi árs í fyrra. Kókaín hefur lækkað úr 17 þúsund krónum í 14.600 krónur, Contalgin úr 8.000 í 5.000 og amfetamín úr 4.500 í 3.300 krónum. Hass hefur lækkað úr 3.800 krónum í 2.300 krónur, e-töflur úr 3.000 krónum í 2.100 og LSD úr 3.000 í 750 krónur, samkvæmt könnuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Milljarðavelta á fíkniefnamarkaði á Íslandi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi velti milljörðum. 29. janúar 2019 18:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Milljarðavelta á fíkniefnamarkaði á Íslandi Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi velti milljörðum. 29. janúar 2019 18:30