Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 12:40 Forgangshópar eru hvattir til að mæta í bólusetningu gegn mislingum sem hefjast strax í dag. Vísir/Anton Brink Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05