"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 09:06 Sólveig Anna Jónsdóttir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár og að Ísland sé orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Þá sé ekki tímabært að segja nokkuð til um það hvort Efling dragi úr kröfum sínum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, fyrst sé verkfall á dagskrá. Þetta kom fram í máli Sólveigar Önnu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, hefur haldið því fram að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Þá sé Ísland nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Sólveig Anna gaf afar lítið fyrir þessar fullyrðingar Kristófers. „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi? Og hingað kemur fólk sem hefur sannarlega efni á að koma hérna, fólk sem hefur væntanlega mjög mikið á milli handanna. Staðreyndin er sú að hótelþerna sem vinnur baki brotnu við að þrífa, hún er kannski með 330 til 340 þúsund krónur útborgaðar og inni í þeirri upphæð eru mögulega helgarvaktir,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit ekki einu sinni hvað er hægt að segja við svona rökum. Ég veit ekki hvað er hægt að segja við menn sem halda því bara statt og stöðugt fram að í samfélagi, þar sem húsaleiga étur upp miklu, miklu meira en helming af ráðstöfunartekjum lágtekjuhópanna, að það sé ekki hægt að breyta neinu.“ Innt eftir því hvort Efling hygðist bakka eitthvað með kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins sagði Sólveig Anna ekki tímabært að segja neitt til um það. „Við erum náttúrulega akkúrat núna í þessum aðgerðum, viðræðum hefur verið slitið. En auðvitað kemur að því að við semjum, auðvitað kemur að því að við komum aftur að samningaborðinu. Við bara sjáum hvað gerist þegar sú stund rennur upp.“Biðst ekki afsökunar á að hafa fagnað verkfallinu Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Það varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna hefur sagst hlakka mikið til verkfallsins, og verið gagnrýnd fyrir þá afstöðu sína í kjölfarið. Hún svaraði fyrir sig í gær en kom einnig inn á málið í morgun. „Þegar ég lét þessi orð falla var ég engu að síður jafnframt að endurspegla þau viðbrögð og þau orð sem þær konur, sem ég hef hitt og talað við, hafa sannarlega látið falla og þær tilfinningar sem þær hafa með mjög skýrum hætti látið í ljós,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit það ekki, það er kannski ekki í boði fyrir láglaunakonur á Íslandi að gleðjast yfir því að fá loksins tækifæri á að sýna fram á grundvallarmikilvægi sitt. En þá er það bara enn ein sönnunin á því hvað við erum á ömurlega erfiðum og sorglegum stað.“Viðtalið við Sólveigu Önnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár og að Ísland sé orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Þá sé ekki tímabært að segja nokkuð til um það hvort Efling dragi úr kröfum sínum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, fyrst sé verkfall á dagskrá. Þetta kom fram í máli Sólveigar Önnu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, hefur haldið því fram að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Þá sé Ísland nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Sólveig Anna gaf afar lítið fyrir þessar fullyrðingar Kristófers. „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi? Og hingað kemur fólk sem hefur sannarlega efni á að koma hérna, fólk sem hefur væntanlega mjög mikið á milli handanna. Staðreyndin er sú að hótelþerna sem vinnur baki brotnu við að þrífa, hún er kannski með 330 til 340 þúsund krónur útborgaðar og inni í þeirri upphæð eru mögulega helgarvaktir,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit ekki einu sinni hvað er hægt að segja við svona rökum. Ég veit ekki hvað er hægt að segja við menn sem halda því bara statt og stöðugt fram að í samfélagi, þar sem húsaleiga étur upp miklu, miklu meira en helming af ráðstöfunartekjum lágtekjuhópanna, að það sé ekki hægt að breyta neinu.“ Innt eftir því hvort Efling hygðist bakka eitthvað með kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins sagði Sólveig Anna ekki tímabært að segja neitt til um það. „Við erum náttúrulega akkúrat núna í þessum aðgerðum, viðræðum hefur verið slitið. En auðvitað kemur að því að við semjum, auðvitað kemur að því að við komum aftur að samningaborðinu. Við bara sjáum hvað gerist þegar sú stund rennur upp.“Biðst ekki afsökunar á að hafa fagnað verkfallinu Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Það varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna hefur sagst hlakka mikið til verkfallsins, og verið gagnrýnd fyrir þá afstöðu sína í kjölfarið. Hún svaraði fyrir sig í gær en kom einnig inn á málið í morgun. „Þegar ég lét þessi orð falla var ég engu að síður jafnframt að endurspegla þau viðbrögð og þau orð sem þær konur, sem ég hef hitt og talað við, hafa sannarlega látið falla og þær tilfinningar sem þær hafa með mjög skýrum hætti látið í ljós,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit það ekki, það er kannski ekki í boði fyrir láglaunakonur á Íslandi að gleðjast yfir því að fá loksins tækifæri á að sýna fram á grundvallarmikilvægi sitt. En þá er það bara enn ein sönnunin á því hvað við erum á ömurlega erfiðum og sorglegum stað.“Viðtalið við Sólveigu Önnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02