Óttast að mæðiveiki berist í fé Ari Brynjólfsson skrifar 8. mars 2019 06:30 Valgerður Andrésdóttir sameindaerfðafræðingur fann mæðiveikiveiru í frönskum sauðaosti sem keyptur var í Reykjavík. Fréttablaðið/Anton Brink Valgerður Andrésdóttir, doktor í sameindaerfðafræði, sem starfar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, telur mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk. Ástæðan er hætta á mæði-visnuveirusmiti sem gæti gert út af við sauðfjárbúskap á svæðum hér á landi. Um er að ræða veiru sem er skyld HIV og er landlæg í Evrópulöndum þar sem sauðfé hefur aðlagast. Segir Valgerður að ein sýkt kind geti valdið ómældu tjóni og reynslan af mæðiveikifaraldrinum sem gekk hér á landi um miðja síðustu öld sýni að farga þurfi öllu sýktu fé á þeim svæðum sem veiran finnst. Hrátt kjöt er nú þegar flutt til landsins í stórum stíl, en samkvæmt núverandi lögum þarf það að vera fryst í 30 daga. Er þó aðallega um að ræða nauta-, alifugla- og svínakjöt en lítið er flutt inn af kindakjöti. Ef frumvarpsdrög landbúnaðarráðherra verða að lögum verður frystiskyldan afnumin. „Þessi veira þolir ágætlega frystingu, það sem skiptir máli er hvort kjötið er hrátt eða fulleldað. Þetta er spurning um líkur, eftir því sem meira er flutt inn því meiri líkur eru á að þetta berist í kindur,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið. Hún hefur fundið veiruna í frönskum sauðaosti sem keyptur var í verslun í Reykjavík. „Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar sem framleiddir eru fínir sauðaostar, þar er nánast allur bústofninn sýktur og þó þetta valdi júgurbólgum þá er engin leið fyrir þá að ráða við þetta. Ég gáði reyndar ekki hvort veiran væri lifandi, en hún var þarna.“ Valgerður segir að það eina sem þurfi til sé úrgangur þar sem veiran er lifandi. „Ef eitthvert dýr kemst í úrganginn, fuglar, hundar eða refir, þá er hætta á að þetta berist út, jafnvel inn í fjárhús. Líkurnar á þessu eru ekki miklar en eftir því sem innflutningurinn eykst því meiri eru líkurnar. Þá yrði úti um sauðfjárbúskap á þeim svæðum þar sem veiran finnst.“Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Óvíst er hver áhrifin yrðu á innflutning, en Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur gefið það út að það verði ekki leyfður innflutningur á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvælaheildsölunnar Innness, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef frumvarpsdrögin yrðu að lögum ætti hann von á því að byrja að flytja inn ferskt nautakjöt. Síðan þyrfti að fylgjast með viðbrögðum innanlandsmarkaðarins. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir enn of snemmt að segja til um mögulegar breytingar á kjötborðum verslana. „Það þarf ekki endilega að vera að áhrifin verði sjáanleg, við vitum það að Íslendingar kjósa oftar en ekki íslenska framleiðslu fram yfir annað,“ segir Gréta. Ólíkt grænmeti, þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, sé yfirleitt nægt framboð af kjöti hér á landi. „Ég tel ólíklegt að það verði flutt inn mikið af ferskum kjúklingi eða kalkúni þar sem það yrði ekki hagkvæmt vegna líftíma vörunnar, það yrði þá frekar nautakjöt eða tilteknar vörur þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Valgerður Andrésdóttir, doktor í sameindaerfðafræði, sem starfar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, telur mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk. Ástæðan er hætta á mæði-visnuveirusmiti sem gæti gert út af við sauðfjárbúskap á svæðum hér á landi. Um er að ræða veiru sem er skyld HIV og er landlæg í Evrópulöndum þar sem sauðfé hefur aðlagast. Segir Valgerður að ein sýkt kind geti valdið ómældu tjóni og reynslan af mæðiveikifaraldrinum sem gekk hér á landi um miðja síðustu öld sýni að farga þurfi öllu sýktu fé á þeim svæðum sem veiran finnst. Hrátt kjöt er nú þegar flutt til landsins í stórum stíl, en samkvæmt núverandi lögum þarf það að vera fryst í 30 daga. Er þó aðallega um að ræða nauta-, alifugla- og svínakjöt en lítið er flutt inn af kindakjöti. Ef frumvarpsdrög landbúnaðarráðherra verða að lögum verður frystiskyldan afnumin. „Þessi veira þolir ágætlega frystingu, það sem skiptir máli er hvort kjötið er hrátt eða fulleldað. Þetta er spurning um líkur, eftir því sem meira er flutt inn því meiri líkur eru á að þetta berist í kindur,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið. Hún hefur fundið veiruna í frönskum sauðaosti sem keyptur var í verslun í Reykjavík. „Í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni, þar sem framleiddir eru fínir sauðaostar, þar er nánast allur bústofninn sýktur og þó þetta valdi júgurbólgum þá er engin leið fyrir þá að ráða við þetta. Ég gáði reyndar ekki hvort veiran væri lifandi, en hún var þarna.“ Valgerður segir að það eina sem þurfi til sé úrgangur þar sem veiran er lifandi. „Ef eitthvert dýr kemst í úrganginn, fuglar, hundar eða refir, þá er hætta á að þetta berist út, jafnvel inn í fjárhús. Líkurnar á þessu eru ekki miklar en eftir því sem innflutningurinn eykst því meiri eru líkurnar. Þá yrði úti um sauðfjárbúskap á þeim svæðum þar sem veiran finnst.“Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Óvíst er hver áhrifin yrðu á innflutning, en Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra hefur gefið það út að það verði ekki leyfður innflutningur á ógerilsneyddum mjólkurvörum. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvælaheildsölunnar Innness, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ef frumvarpsdrögin yrðu að lögum ætti hann von á því að byrja að flytja inn ferskt nautakjöt. Síðan þyrfti að fylgjast með viðbrögðum innanlandsmarkaðarins. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir enn of snemmt að segja til um mögulegar breytingar á kjötborðum verslana. „Það þarf ekki endilega að vera að áhrifin verði sjáanleg, við vitum það að Íslendingar kjósa oftar en ekki íslenska framleiðslu fram yfir annað,“ segir Gréta. Ólíkt grænmeti, þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn, sé yfirleitt nægt framboð af kjöti hér á landi. „Ég tel ólíklegt að það verði flutt inn mikið af ferskum kjúklingi eða kalkúni þar sem það yrði ekki hagkvæmt vegna líftíma vörunnar, það yrði þá frekar nautakjöt eða tilteknar vörur þar sem innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. 7. mars 2019 06:38
Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00