LeBron James skrifaði á skóna sína áður en hann komst upp fyrir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 12:30 LeBron James bauð upo á tungu og allt saman eftir að hann komst upp fyrir Michael Jordan. Getty/Robert Laberge Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu. NBA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
Körfuboltaskórnir hans LeBron James í nótt voru með sérstaka áletrun og gætu selst fyrir stóra upphæð ákveði hann einhvern tímann að setja þá á sölu. LeBron James komst í nótt upp fyrir átrúnaðargoðið sitt á listanum yfir í stigahæstu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar. James þurfti þrettán stig til að fara upp fyrir Jordan en skoraði 31 stig í leiknum. Michael Jordan datt þar með niður í fimmta sætið og LeBron James er kominn upp í það fjórða. Nú eru aðeins Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone og Kobe Bryant fyrir ofan LeBron.1. Kareem 2. Malone 3. Kobe 4. LeBron 5. MJ@KingJames climbs past Michael Jordan in the pantheon of NBA all-time scoring leaders. pic.twitter.com/jMRC2RsYKv — SportsCenter (@SportsCenter) March 7, 2019Stundin í gær var mjög stór fyrir LeBron James sem hefur lifað við stanslausan samanburð við Michael Jordan í keppninni um hver sé besti leikmaður NBA frá upphafi. James hefur heldur ekki farið leynt með það að Jordan var hans fyrirmynd í körfuboltanum. Hann spilar meðal annars í treyju númer 23 vegna Michael Jordan. LeBron James has passed Michael Jordan for the fourth-most points in NBA history. pic.twitter.com/ULPfK5SzYj — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 7, 2019Michael Jordan hefur ennþá yfirburðarforystu á LeBron James í titlum (sex á móti þremur) en James er kominn yfir hann á flestum öðrum listum eins og sjá má hér fyrir neðan.LeBron James, in the playoffs and now also the regular season, has Michael Jordan beat in the following: Points Rebounds Assists Blocks FG% 3FG% TS% Offensive Win Shares Defensive Win Shares BPM VORP When it's all said & done, this isn't even going to be a debate. — nick wright (@getnickwright) March 7, 2019Það tók aftur á móti LeBron James mun lengri tíma að ná þessum tölum sínum en það tók Jordan að ná sínum. Jordan hætti líka í deildinni í meira en eitt og hálft ár þegar hann átti að vera upp á sitt besta og hefði því getað bætt verulega við sína tölfræði á þeim tímabilum.Congrats to LeBron for surpassing MJ on the All-time Scoring List It only took him - 150 more games - 4,942 more minutes - 868 more free throws - 3,202 more 3-pointers pic.twitter.com/OA3lkRlzhS — Michael Jordan (@PettyAirJordan) March 7, 2019Leikurinn í gær snérist um LeBron James og Michael Jordan og fréttamiðlar hafa fjallað mikið um þessi tímamót. Lakers-liðið tapaði leiknum sjálfum og er fyrir löngu búið að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina í ár. James mun því væntanlega nota síðustu leikina á tímabilinu til að nálgast enn frekar Kobe Bryant í þriðja sæti listans. James er kominn með 32.311 stig og vantar 1332 stig til að ná Kobe sem skoraði á sínum tíma 33.643 stig. James mun því ekki ná Kobe Bryant fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili. Það vakti líka talsverða athygli að LeBron James var búinn að skrifa á skóna sína fyrir leikinn. Á þeim var þakkarkveðja til Michael Jordan eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar stendur: „Takk þér fyrir M.J. 23“ og við hliðina hefur LeBron síðan teikna kórónu.
NBA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira