Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2019 08:00 Eric Cantona, Sir Alex og Ole Gunnar voru hressir í gær. mynd/manchester united twitter Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær getur svo gott sem farið að kaupa sér nýtt hús í Manchester og undirbúa langa veru þar í borg sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir kraftaverkið í París í gærkvöldi. Með tíu leikmenn meidda, Pogba í banni og kjúklinga á vellinum og á bekknum tókst Solskjær að vinna Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli eftir að hafa tapað 2-0 heima og þar með koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Allt ætlaði á hliðina hjá stuðningsmönnum Manchester United í gærkvöldi sem hafa ekki upplifað aðra eins gleði og ekta United-sigur í háa herrans tíð en gleðina mátti draga saman í eina stórkostlega mynd þar sem að Eric Cantona, Sir Alex Ferguson og Solskjær fögnuðu saman inni í klefa United.Legends. #MUFCpic.twitter.com/l7x74snTs6 — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019 Solskjær er nú búinn að vinna fjórtán af sautján leikjum sínum og tapa aðeins einum en á meðan að hann sinnti fjölmiðlum í gær og fór í viðtöl og fagnaði með strákunum sínum kölluðu sparkspekingar um allt England eftir því að hann yrði ráðinn til frambúðar á staðnum. „Ef hann fær ekki starfið á morgun er eitthvað að. Það verður að láta hann fá starfið. Hann breytti leikskipulaginu þrisvar eða fjórum sinnum í leiknum og tók stóra ákvörðun að taka Eric Bailly út af. Hann sýndi mér að hann á að fá þetta starf,“ sagði Charlie Adam, miðjumaður Stoke við BBC. „Ég sá þessi úrslit ekki fyrir en Ole Gunnar var hugrakkur þegar að hann valdi liðið. Hann var með þrjá unglinga á vellinum. Ole hefur fært liðinu aftur trú og á sama tíma og allir efuðust um Romelu Lukaku hefur hann öðlast nýtt líf undir hans stjórn,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United. „Þvílíkur munur að sjá liðið. Allur andinn hefur breyst og það er í raun bara svolítið óhugnalegt fyrir önnur lið að United hafi komist áfram. Þegar að United dróst á móti PSG datt mér ekki í hug að liðið kæmist áfram því það var að spila svo skelfilegan fótbolta undir stjórn José Mourinho,“ sagði Michael Owen, fyrrverandi framherji Manchester United.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04 Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16 Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00 Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Solskjær: Þetta er Manchester United Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:04
Neymar brjálaður yfir vítadómnum: Fjórir menn sem vita ekkert um fótbolta Neymar þurfti að horfa á úr stúkunni þegar liðsfélagar hans féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 6. mars 2019 23:16
Rashford skaut United áfram úr VAR-víti Manchester United er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlega frammistöðu á Parc des Princes þar sem vítaspyrna dæmd eftir myndbandsdómgæslu réði úrslitum. 6. mars 2019 22:00
Vítaspyrnan örlagaríka sú fyrsta sem Rashford tók Marcus Rashford tryggði Manchester United sögulegan sigur á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. mars 2019 06:00
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn