Inga Sæland nánast á brókinni í gegnum hliðið í Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2019 16:47 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greindi frá persónulegri reynslu sinni, vandræðum í Leifsstöð í umræðum um Schengen-samninginn. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin. Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin.
Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira