Kjarapakki Eyþór Arnalds skrifar 5. mars 2019 07:00 Í dag leggjum við til í borgarstjórn tillögu um bætt kjör heimilanna í borginni. Við leggjum til að launaskattur borgarinnar; útsvar, verði lækkað. Við leggjum til lækkun á gjöldum heimilanna, en Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Þessar aðgerðir geta skilað heimili með tveimur fyrirvinnum aukningu upp á 120 þúsund krónur eða sem nemur 200 þúsund krónum fyrir skatta á ári. Þá leggjum við til að Keldnalandið verði skipulagt undir hagstætt húsnæði, stofnanir og fyrirtæki án tafar eða fyrirvara. Ríkið getur ekki skipulagt Keldnalandið. Það er í höndum borgarinnar. Lækkun byggingargjalda getur lækkað húsnæðiskostnað nýbyggðra íbúða um 100 þúsund krónur á ári til viðbótar. Borgin tekur meira af launafólki en ríkið og hærri fjárhæð en nágrannasveitarfélögin. Fyrir því eru engin rök, enda ætti Reykjavík að vera hagstæðasta einingin sem langstærsta sveitarfélagið. Þá var gjaldskrá Orkuveitunnar hækkuð mikið eftir bankahrunið. Í stað þess að greiða út milljarða í arð, leggjum við til gjaldskrárlækkun. Lækkun gjalda hjá Orkuveitunni hefur jákvæð áhrif á lánavísitölur til lækkunar. Það eru viðbótaráhrif sem skipta máli. Allt miðar þetta að því að bæta kjör fólksins sem býr í borginni. Bætt launakjör, lægri kostnaður heimilanna, hagstæðara húsnæði og áhrif til lækkunar verðtryggðra lána. Hér getur borgin lagt lóð á vogarskálarnar. Og það nokkur. Á sama tíma gerum við borgina samkeppnishæfari, en margir hafa farið til nágrannasveitarfélaganna, út á land eða til annarra landa. Við viljum að borgin sé fyrsti kostur. Hér geti ungt fólk eignast húsnæði og haft bættan kaupmátt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vonast til að sem flestir í borgarstjórn sameinist um þennan kjarapakka. Borgin hefur farið of langt í að leggja álögur á fólkið í borginni. Nú er kominn tími til að breyta til hins betra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag leggjum við til í borgarstjórn tillögu um bætt kjör heimilanna í borginni. Við leggjum til að launaskattur borgarinnar; útsvar, verði lækkað. Við leggjum til lækkun á gjöldum heimilanna, en Orkuveitan er í eigu borgarinnar. Þessar aðgerðir geta skilað heimili með tveimur fyrirvinnum aukningu upp á 120 þúsund krónur eða sem nemur 200 þúsund krónum fyrir skatta á ári. Þá leggjum við til að Keldnalandið verði skipulagt undir hagstætt húsnæði, stofnanir og fyrirtæki án tafar eða fyrirvara. Ríkið getur ekki skipulagt Keldnalandið. Það er í höndum borgarinnar. Lækkun byggingargjalda getur lækkað húsnæðiskostnað nýbyggðra íbúða um 100 þúsund krónur á ári til viðbótar. Borgin tekur meira af launafólki en ríkið og hærri fjárhæð en nágrannasveitarfélögin. Fyrir því eru engin rök, enda ætti Reykjavík að vera hagstæðasta einingin sem langstærsta sveitarfélagið. Þá var gjaldskrá Orkuveitunnar hækkuð mikið eftir bankahrunið. Í stað þess að greiða út milljarða í arð, leggjum við til gjaldskrárlækkun. Lækkun gjalda hjá Orkuveitunni hefur jákvæð áhrif á lánavísitölur til lækkunar. Það eru viðbótaráhrif sem skipta máli. Allt miðar þetta að því að bæta kjör fólksins sem býr í borginni. Bætt launakjör, lægri kostnaður heimilanna, hagstæðara húsnæði og áhrif til lækkunar verðtryggðra lána. Hér getur borgin lagt lóð á vogarskálarnar. Og það nokkur. Á sama tíma gerum við borgina samkeppnishæfari, en margir hafa farið til nágrannasveitarfélaganna, út á land eða til annarra landa. Við viljum að borgin sé fyrsti kostur. Hér geti ungt fólk eignast húsnæði og haft bættan kaupmátt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vonast til að sem flestir í borgarstjórn sameinist um þennan kjarapakka. Borgin hefur farið of langt í að leggja álögur á fólkið í borginni. Nú er kominn tími til að breyta til hins betra.Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar