Nálgast samkomulag um vöruviðskipti eftir Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:30 Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Brexit Utanríkismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Brexit Utanríkismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira