Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:45 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. Vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu á blaðamannafundi í ráðhúsinu í morgun tillögu sem Reykjavíkurborg gæti samþykkt sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu að núna væri samið um kjör við mjög óhefðbundnar aðstæður og því hafi Sjálfstæðismenn fundið sig knúna til að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir viðræðum. Staðan í húsnæðismálum væri alvarleg og þarna gæti Reykjavíkurborg stigið inn í og ekki síst í ljósi þess að óánægja hefði verið með innlegg ríkisstjórnarinnar til kjaramála. Tillaga Sjálfstæðisflokksins er svokallaður „kjarapakki“ sem er í fjórum liðum. Tillagan verður lögð fram á borgarstjórnarfundi á morgun.Sjálfstæðisflokkurinn gerir grein fyrir áhrifum þess að lækka útsvar um 0,52%SjálfstæðisflokkurinnÍ fyrsta lagi vilja Sjálfstæðismenn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 lækki og verði 14,00% í staðinn fyrir 14,52% eins og staðan er núna. Lagt er til að aðgerðin verði fjármögnuð með aðhaldi og útboðum á öllum sviðum borgarinnar. Í öðru lagi er farið fram á að rekstrargjöld heimilanna lækki um 36 þúsund krónur á heimili í Reykjavíkurborg að jafnaði á ársgrundvelli. Það verði gert með lækkun arðgreiðsluáforma Orkuveitu Reykjavíkur.Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka rekstrargjöld heimilanna um 32.000 kr.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn vill auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og vilja fulltrúarnir skipuleggja Keldnasvæðið án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. „Þannig er hægt að byggja á hagstæðum stað í Reykjavík í staðinn fyrir að leita á Selfoss eða Reykjanesbæ eins og hefur gerst,“ segir Eyþór. Þá vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lækka byggingarréttargjöld sem hafi veruleg áhrif á húsnæðiskostnað hvort sem viðkomandi greiðir af lánum eða leigir. „Því er lagt til að borgarstjórn samþykki að stilla byggingarréttargjöldum í borgarlandinu í hóf með því að tryggja framboð fjölbreyttra lóða“. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu á blaðamannafundi í ráðhúsinu í morgun tillögu sem Reykjavíkurborg gæti samþykkt sem innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í samtali við fréttastofu að núna væri samið um kjör við mjög óhefðbundnar aðstæður og því hafi Sjálfstæðismenn fundið sig knúna til að leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir viðræðum. Staðan í húsnæðismálum væri alvarleg og þarna gæti Reykjavíkurborg stigið inn í og ekki síst í ljósi þess að óánægja hefði verið með innlegg ríkisstjórnarinnar til kjaramála. Tillaga Sjálfstæðisflokksins er svokallaður „kjarapakki“ sem er í fjórum liðum. Tillagan verður lögð fram á borgarstjórnarfundi á morgun.Sjálfstæðisflokkurinn gerir grein fyrir áhrifum þess að lækka útsvar um 0,52%SjálfstæðisflokkurinnÍ fyrsta lagi vilja Sjálfstæðismenn að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 lækki og verði 14,00% í staðinn fyrir 14,52% eins og staðan er núna. Lagt er til að aðgerðin verði fjármögnuð með aðhaldi og útboðum á öllum sviðum borgarinnar. Í öðru lagi er farið fram á að rekstrargjöld heimilanna lækki um 36 þúsund krónur á heimili í Reykjavíkurborg að jafnaði á ársgrundvelli. Það verði gert með lækkun arðgreiðsluáforma Orkuveitu Reykjavíkur.Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka rekstrargjöld heimilanna um 32.000 kr.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn vill auka framboð á hagstæðum byggingarlóðum og vilja fulltrúarnir skipuleggja Keldnasvæðið án skilyrða um aðrar fjárveitingar ríkisins. „Þannig er hægt að byggja á hagstæðum stað í Reykjavík í staðinn fyrir að leita á Selfoss eða Reykjanesbæ eins og hefur gerst,“ segir Eyþór. Þá vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lækka byggingarréttargjöld sem hafi veruleg áhrif á húsnæðiskostnað hvort sem viðkomandi greiðir af lánum eða leigir. „Því er lagt til að borgarstjórn samþykki að stilla byggingarréttargjöldum í borgarlandinu í hóf með því að tryggja framboð fjölbreyttra lóða“.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Vilja fjölga skattþrepum og hækka skattleysismörk Láglaunafólk og lífeyrisþegar geta fengið að minnsta kosti 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði kæmust tillögurnar til framkvæmda 7. febrúar 2019 11:59
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16