Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2019 20:30 Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. Plastmengun í hafinu er vaxandi áhyggjuefni um allan heim. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á plastmengun í hafinu við Ísland eru slíkar rannsóknir þó frekar stutt á veg komnar að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er allt í startholunum og það eru margir byrjaðir að gera svona einstaka rannsóknir en eiginleg vöktun er ekki hafin, svona á föstum stöðvum, heldur er aðallega verið að reyna að finna út hvaða tegundir á að vakta, hvaða tegundir eru heppilegar hér til dæmis við Ísland og hérna á norðurslóðum og hvaða aðferðafræði eigi að nota til þess að einangra plastið,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Hafró. „Þetta er vinna sem að er að fara í gang, og er í rauninni hafin, en þetta er svona frekar nýtt allt saman.“ Í nýlegri rannsókn Umhverfisstofnunar fannst örplast í 55% kræklings sem var rannsakaður. Að sögn Eydísar skortir ennþá rannsóknir til að geta ályktað um heildarumfang örplastmengunar í hafinu umhverfis Ísland en það horfir til betri vegar í þeim efnum. „Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni var sett á laggirnar netverkefni sem að miðar að því að staðla aðferðir við greiningu og aðferðafræði í tengslum við plastrannsóknir,“ segir Eydís. Hún segir alla geta með einhverjum hætti geta lagt baráttunni gegn plastmengun lið, til dæmis með því að draga úr notkun þess. Stjórnvöld geti líka lagt sitt af mörkum. „Það væri til dæmis hreinsun á skólpi sem að færi frá landi og út í sjó, það væri til mikilla bóta.“ Umhverfismál Vísindi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. Plastmengun í hafinu er vaxandi áhyggjuefni um allan heim. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á plastmengun í hafinu við Ísland eru slíkar rannsóknir þó frekar stutt á veg komnar að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er allt í startholunum og það eru margir byrjaðir að gera svona einstaka rannsóknir en eiginleg vöktun er ekki hafin, svona á föstum stöðvum, heldur er aðallega verið að reyna að finna út hvaða tegundir á að vakta, hvaða tegundir eru heppilegar hér til dæmis við Ísland og hérna á norðurslóðum og hvaða aðferðafræði eigi að nota til þess að einangra plastið,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Hafró. „Þetta er vinna sem að er að fara í gang, og er í rauninni hafin, en þetta er svona frekar nýtt allt saman.“ Í nýlegri rannsókn Umhverfisstofnunar fannst örplast í 55% kræklings sem var rannsakaður. Að sögn Eydísar skortir ennþá rannsóknir til að geta ályktað um heildarumfang örplastmengunar í hafinu umhverfis Ísland en það horfir til betri vegar í þeim efnum. „Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni var sett á laggirnar netverkefni sem að miðar að því að staðla aðferðir við greiningu og aðferðafræði í tengslum við plastrannsóknir,“ segir Eydís. Hún segir alla geta með einhverjum hætti geta lagt baráttunni gegn plastmengun lið, til dæmis með því að draga úr notkun þess. Stjórnvöld geti líka lagt sitt af mörkum. „Það væri til dæmis hreinsun á skólpi sem að færi frá landi og út í sjó, það væri til mikilla bóta.“
Umhverfismál Vísindi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira