Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Sighvatur Jónsson skrifar 1. mars 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi. Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til tengsla bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi.
Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til tengsla bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Sjá meira