Ferðamenn lentu í miklum ógöngum eftir að hafa fylgt GPS-tæki framhjá tveimur lokunum Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2019 13:34 Frá Hrafnseyrarheiði. Vísir/Egill Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“ Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Þingeyri þurftu að sækja bandarískt par yfir Hrafnseyrarheiði sem hafði hunsað lokanir og festist á milli snjóflóða. Formaður björgunarsveitarinnar segir parið einfaldlega hafa hlýtt skipunum GPS-leiðsögutækisins sem sagði því að fara yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar þó svo að vegirnir um þær séu lokaðir stóran hluta vetrarins. Greint var fyrst frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Parið hringdi í neyðarlínuna upp úr klukkan sex í gærkvöldi en þá hafði það ekið yfir Hrafnseyrarheiði og ætlað sér yfir Dynjandisheiði en vegurinn um hana hafi verið ófær. Parið ætlaði þá aftur til Þingeyrar en þá hafði snjóflóð lokað veginum um Hrafnseyrarheiði. Kristján Gunnarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Dýra á Þingeyri, segir í samtali við Vísi veginn um Hrafnseyrarheiði alla jafnan lokaðan yfir veturinn en hann hafi verið opnaður af starfsmönnum sem vinna að gerð Dýrafjarðarganga fyrir um viku síðan til að geta komið mat og vistum til starfsmanna sem eru staðsettir í Arnarfirði. Vegurinn var því fær þegar parið fór yfir hann í gær en Kristján segir parið í raun hafa hunsað tvær lokanir þar sem vegfarendum er tilkynnt á ensku að vegurinn um Hrafnseyrarheiði sé ófær.Vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði tengir saman Dýrafjörð og Arnarfjörð. Dýrafjarðargöng munu leysa þann veg af í náinni framtíðinni.Map.isSnjóflóðið sem lokaði heiðinni féll í Prestagili en þrír björgunarsveitarmenn lögðu af stað upp heiðina. Þegar að snjóflóðinu var komið fóru tveir úr bílnum og gengu til móts við bandaríska parið. Parið tók farangur sinn og skildi bílinn eftir, bílaleigubíll af gerðinni Dasia Duster, og gekk með björgunarsveitarmönnunum yfir snjóflóðið.Lítil flóð féllu á meðan björgunarsveitarmenn voru á heiðinni Á meðan björgunarsveitarmennirnir gengu að bandaríska parinu féllu lítil snjóflóð úr hlíðinni þar sem þriðji björgunarsveitarmaðurinn beið. Kristján Gunnarsson segir stöðuna hafa verið þannig að björgunarsveitarmennirnir hefðu einnig geta í raun fests á milli snjóflóða en til allrar hamingju gerðist það ekki í þetta skiptið. Félagar úr Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri biðu fyrir neðan svæðið til að vera björgunarsveitarmönnunum innan handar ef eitthvað kæmi fyrir. Bandaríska parið hafði gist á Flateyri og var ferjað þangað. Það tók björgunarsveitarmennina um þrjá tíma að ná parinu niður af heiðinni. Kristján á ekki von á því að bílaleigubíllinn verði sóttur í bráð. Það hefur snjóað stöðugt á Þingeyri í dag og heiðin því ófær og óvíst hvenær vegurinn verður opnaður aftur.Alltof algengt Hann segir það alltof algengt að ferðamenn hunsi viðvaranir um lokanir á vegum. „Við erum að lenda oft í þessu. Ferðamennirnir hlýða GPS-tækjunum í einu og öllu sem segir þeim að þetta sé stysta leiðin til að komast hringinn um Vestfirði og það er ekki tekið tillit til færðar,“ segir Kristján. Hann segir að þeir aðilar sem bjóða ferðamönnum upp á gistingu verði að taka það á sig að leiðbeina þeim um færð á vegum. „Þeir mættu spyrja þá mátulega, án þess að vera njósna um fólkið, út í ferðir þeirra og hvetja til þess að kanna upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.“
Dýrafjarðargöng Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira