Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2019 11:20 Hunt utanríkisráðherra segist vonast til að atkvæði verði greidd um útgöngusaminginn á morgun en að atkvæðin verði að vera til staðar. Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir að breska þingið muni aðeins greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun ef ríkisstjórn telur sig hafa nægilegan fjölda atkvæða til að fá hann samþykktan. Útgöngusamningi May við Evrópusambandið var hafnað öðru sinni með afgerandi meirihluta í síðustu viku. Þá höfnuðu þingmenn að ganga úr sambandinu án samnings en samþykktu tillögu um að fresta útgöngunni. Í kjölfarið komu upp hugmyndir um að May myndi leggja samning sinn fyrir þingið í þriðja skiptið á morgun. Hunt segir nú að „varfærin hvatningarmerki“ séu til staðar um að May samningurinn hljóti náð fyrir augum þingmanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hættan á engum samningi, að minnsta kosti hvað breska þingið varðar, hefur minnkað nokkuð en hættan á lömun vegna Brexit hefur ekki gert það,“ sagði Hunt. Aðildarríki Evrópusambandsins verða að samþykkja ósk Breta um að fresta útgöngunni sem var áformuð 29. mars. Þingið samþykkti að fresta henni annað hvort til 20. júní, verði útgöngusamningur samþykktur fyrir 20. mars eða ótímabundið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að möguleikinn á að Brexit verði frestað eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hafi hrætt einhverja þingmenn Íhaldsflokksins sem hafa verið andsnúnir útgöngusamningi May til þess að styðja hann. Enn vantar þó töluvert upp á að meirihluti sé fyrir samningnum á þingi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir að breska þingið muni aðeins greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun ef ríkisstjórn telur sig hafa nægilegan fjölda atkvæða til að fá hann samþykktan. Útgöngusamningi May við Evrópusambandið var hafnað öðru sinni með afgerandi meirihluta í síðustu viku. Þá höfnuðu þingmenn að ganga úr sambandinu án samnings en samþykktu tillögu um að fresta útgöngunni. Í kjölfarið komu upp hugmyndir um að May myndi leggja samning sinn fyrir þingið í þriðja skiptið á morgun. Hunt segir nú að „varfærin hvatningarmerki“ séu til staðar um að May samningurinn hljóti náð fyrir augum þingmanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hættan á engum samningi, að minnsta kosti hvað breska þingið varðar, hefur minnkað nokkuð en hættan á lömun vegna Brexit hefur ekki gert það,“ sagði Hunt. Aðildarríki Evrópusambandsins verða að samþykkja ósk Breta um að fresta útgöngunni sem var áformuð 29. mars. Þingið samþykkti að fresta henni annað hvort til 20. júní, verði útgöngusamningur samþykktur fyrir 20. mars eða ótímabundið.Breska ríkisútvarpið BBC segir að möguleikinn á að Brexit verði frestað eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hafi hrætt einhverja þingmenn Íhaldsflokksins sem hafa verið andsnúnir útgöngusamningi May til þess að styðja hann. Enn vantar þó töluvert upp á að meirihluti sé fyrir samningnum á þingi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22 Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30 Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ætlar að hvetja Evrópuríki til að veita Bretum frest Breski forsætisráðherrann er sagður ætla að leggja útgöngusamning sinn fyrir þingið í þriðja skipti í næstu viku. Þingmenn hafa hafnað honum með afgerandi hætti í tvígang nú þegar. 14. mars 2019 10:22
Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Breska þingið samþykkti tillögu um að fresta útgöngu úr Evrópusambandinu til að minnsta kosti 30. júní næstkomandi til að freista þess að koma sér saman um samning. Dagurinn var almennt góður fyrir Theresu May forsætisráðherra. 15. mars 2019 07:30
Þingið bregður enn og aftur fæti fyrir May Breskir þingmenn ákváðu með naumum meirihluta að útiloka það að Bretlandi gangi úr Evrópusambandinu án samnings. 13. mars 2019 19:43