Stjörnuleikmaður Chicago Bulls vill borga sektina fyrir þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 15:30 Jim Boylen og Zach LaVine. Getty/Andy Lyons Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Samband Jim Boylen og Zach LaVine hefur verið stormasamt síðan að Boylen tók við sem nýr þjálfari Chicago Bulls. Nýjustu fréttirnar af þeim benda þó til þess að þeir séu farnir að róa í sömu átt. Zach LaVine bauðst nefnilega til að borga sekt þjálfara síns og Chicago Bulls ætlar að leyfa honum það. Jim Boylen var rekinn út úr húsi í leik Chicago Bulls og Los Angeles Clippers á sama tíma og Doc Rivers, þjálfari Clippers-liðsins. Fyrir það fékk hann sjö þúsund dollara sekt eða um 825 þúsund krónur íslenskar. Það er ekki víst að NBA-deildin leyfi Zach LaVine að borga sektina fyrir þjálfara sinn þótt félagið hans gefi grænt ljós. Það eru strangar reglur í NBA um að sá sem færi sekt verði að borga hana sjálfur.Zach LaVine has offered to pay Jim Boylen’s ejection fines, per @malika_andrewspic.twitter.com/2UEnir8wWs — Bleacher Report NBA (@BR_NBA) March 17, 2019Það gekk mikið á þegar Jim Boylen mætti á svæðið í desember og tók við Chicago Bulls liðinu af Fred Hoiberg. Jim Boylen er mjög strangur þjálfari sem leggur ofurkapp á varnarleik. Hann er þjálfari af gamla skólanum og stuðaði Zach LaVine mikið í byrjun. Hann heimtaði betri varnarleik frá besta sóknarmanni Bulls-liðsins. Zach LaVine er ein aðalstjarna Chicago Bulls liðsins í dag, mikill háloftafugl og að skora 23,9 stig að meðaltali í leik. Fljótlega fór allt upp í háloft í herbúðum Chicago Bulls. LaVine og fleiri leikmenn hótuðu því að mæta ekki á æfingu eftir 56 stiga tap á móti Boston Celtics og það þurfti í framhaldinu að boða til sáttafundar milli þeirra, þjálfaranna og yfirmanna félagsins. Nú er allt annað hljóð í Zach LaVine og hann orðinn svo mikill Jim Boylen maður að hann er tilbúinn að sýna það með veskinu sínu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Jim gerði. Hann sýndi þarna að honum þykir vænt um okkur og að hann sé tilbúinn að berjast fyrir okkur. Þetta sýnir hans sanna karakter og hvað honum finnst um okkur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Jim Boylen var nefnilega rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla harðlega að dómararnir tóku ekki á hörðum hindrunum leikmanna Los Angeles Clippers. Clippers-menn létu finna fyrir sér í hindrunum sínum og einn leikmaður Bulls-liðsins hafði þegar farið meiddur af velli.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira