Gunnar Nelson: Þetta er glatað Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 17. mars 2019 00:01 Gunnar eftr bardagann í kvöld. Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. „Þetta er glatað. Ég var bara allt of hægur af stað. Leyfði honum líka að ná þessum olnbogum í „clinchinu“ en hann er mjög góður í því. Ég held að hann hafi unnið bardagann á því. Þetta telur,“ segir Gunnar en hann var í frábærri stöðu í lok bardagans en hafði ekki nægan tíma til þess að vinna úr henni. „Það hefði verið gaman að fá aðeins meiri tíma í endann. Hann var kominn í helvíti slæma stöðu en spilaði þetta safe. Það tekur tíma að mýkja menn niður og hann vissi að það var lítið eftir. Hann gat bara spennt handleggina af alefli og haldið út lotuna. Þetta var vel spilað hjá honum.“ Fyrsta lotan byrjaði mjög vel hjá Gunnar sem náði Leon niður en missti hann úr netinu. Í kjölfarið náði Bretinn að skella Gunnari í gólfið. „Ég næ honum niður og hann nær að lenda við búrið. Er mjög ferskur og nær að sprikla upp. Það getur verið að ég hafi verið aðeins of latur þar við að vera agressívur. Hann var fínn við búrið. Góður að verjast og mér leið eins og þurfti að veðra hann aðeins til. Ég náði því ekki nógu vel á þessum 15 mínútum.“Gunnar þjarmar að Edwards í kvöld.vísir/gettyGunnar var kýldur niður af föstum olnboga í annarri lotu og Edwards náði þungum höggum í kjölfarið. „Mér leið vel er ég lenti. Var ekkert vankaður. Missti mátt bara í smá stund. Auðvitað skoraði það stórt fyrir hann. Það var ekki því að kenna að ég stóð mig ekki betur en raunin varð í kjölfarið,“ segir Gunnar en eftir að hafa hugsað málið nokkuð var hann sammála því að Edwards hefði líklega unnið tvær lotur en hann eina. Gunnar segir að andstæðingur hans að þessu sinni hafi verið mjög góður þó svo okkar maður hafi viljað gera meira. „Hann var mjög góður og spilaði þetta vel. Það er helling sem ég hefði átt að gera betur. Ég hefði átt að sækja meira á hann og vera agressívari. Ég hélt samt ég myndi grípa hann einhvern tímann er hann kæmi inn. Það hægðist á honum í endann og hann var lúinn er ég tók hann niður í lokin,“ segir Gunnar en hvað gerist núna hjá honum? „Þetta er skref til baka og það er glatað.“Klippa: Gunnar eftir bardagann gegn Leom Edwards MMA Tengdar fréttir Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Sjá meira
Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. „Þetta er glatað. Ég var bara allt of hægur af stað. Leyfði honum líka að ná þessum olnbogum í „clinchinu“ en hann er mjög góður í því. Ég held að hann hafi unnið bardagann á því. Þetta telur,“ segir Gunnar en hann var í frábærri stöðu í lok bardagans en hafði ekki nægan tíma til þess að vinna úr henni. „Það hefði verið gaman að fá aðeins meiri tíma í endann. Hann var kominn í helvíti slæma stöðu en spilaði þetta safe. Það tekur tíma að mýkja menn niður og hann vissi að það var lítið eftir. Hann gat bara spennt handleggina af alefli og haldið út lotuna. Þetta var vel spilað hjá honum.“ Fyrsta lotan byrjaði mjög vel hjá Gunnar sem náði Leon niður en missti hann úr netinu. Í kjölfarið náði Bretinn að skella Gunnari í gólfið. „Ég næ honum niður og hann nær að lenda við búrið. Er mjög ferskur og nær að sprikla upp. Það getur verið að ég hafi verið aðeins of latur þar við að vera agressívur. Hann var fínn við búrið. Góður að verjast og mér leið eins og þurfti að veðra hann aðeins til. Ég náði því ekki nógu vel á þessum 15 mínútum.“Gunnar þjarmar að Edwards í kvöld.vísir/gettyGunnar var kýldur niður af föstum olnboga í annarri lotu og Edwards náði þungum höggum í kjölfarið. „Mér leið vel er ég lenti. Var ekkert vankaður. Missti mátt bara í smá stund. Auðvitað skoraði það stórt fyrir hann. Það var ekki því að kenna að ég stóð mig ekki betur en raunin varð í kjölfarið,“ segir Gunnar en eftir að hafa hugsað málið nokkuð var hann sammála því að Edwards hefði líklega unnið tvær lotur en hann eina. Gunnar segir að andstæðingur hans að þessu sinni hafi verið mjög góður þó svo okkar maður hafi viljað gera meira. „Hann var mjög góður og spilaði þetta vel. Það er helling sem ég hefði átt að gera betur. Ég hefði átt að sækja meira á hann og vera agressívari. Ég hélt samt ég myndi grípa hann einhvern tímann er hann kæmi inn. Það hægðist á honum í endann og hann var lúinn er ég tók hann niður í lokin,“ segir Gunnar en hvað gerist núna hjá honum? „Þetta er skref til baka og það er glatað.“Klippa: Gunnar eftir bardagann gegn Leom Edwards
MMA Tengdar fréttir Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Sjá meira
Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00
Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41
Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55
Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54
Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57