Frekari tilraunir til að reyna á verkfallslög verði kærðar til Félagsdóms Sighvatur Jónsson skrifar 16. mars 2019 18:45 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef Efling haldi áfram að gera tilraunir til að reyna á lög um verkfallsaðgerðir verði það kært til Félagsdóms. Formaður Eflingar telur hins vegar örverkföll hafa verið dæmd ólögleg af Félagsdómi vegna tæknilegra atriða. Þeim verði beitt frekar í kjarabaráttunni. Þessi svokölluðu örverkföll snúast í raun um það að fólk mæti til vinnu en sinni ekki öllum starfsskyldum sínum. Atvinnurekendur telja dóm Félagsdóms algjörlega skýran hvað þetta varðar, örverkföllin séu brot á löggjöf um verkföll. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, segir að ef það sé sérstakt keppikefli forsvarsmanna Eflingar að reyna á þanþol vinnulöggjafarinnar þá muni samtökin kæra aðgerðir í þá veru til Félagsdóms.Óraunhæf vinnustöðvun Samkvæmt áliti Félagsdóms er vinnustöðvun sem á að ná til starfa utan starfslýsingar starfsmanna ekki nægilega afmörkuð. Allur gangur sé á því hvort starfslýsingar séu til staðar, þær geti ýmist verið munnlegar eða skriflegar. Annað dæmi um ólögleg örverkföll er að rútubílstjórar hefðu ekki eftirlit með greiðslu fargjalds. Að mati Félagsdóms er þessi verkþáttur órjúfanlegur þáttur í starfi bílstjóra og óraunhæft að hægt sé að fylgja slíkri vinnustöðvun.Í símasambandi við SGS um helgina Næsti sáttafundur í viðræðum atvinnurekenda við Starfsgreinasambandið (SGS) hefur verið boðaður á mánudag. Formaður Starfsgreinasambandsins hótaði í gær að slíta viðræðum ef Samtök atvinnulífsins leggðu ekkert nýtt fram um helgina. Halldór Benjamín segist hafa verið í sambandi við Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambandins, um helgina.Við Björn munum hittast í síðasta lagi á mánudaginn og verðum í góðu sambandi þangað til. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef Efling haldi áfram að gera tilraunir til að reyna á lög um verkfallsaðgerðir verði það kært til Félagsdóms. Formaður Eflingar telur hins vegar örverkföll hafa verið dæmd ólögleg af Félagsdómi vegna tæknilegra atriða. Þeim verði beitt frekar í kjarabaráttunni. Þessi svokölluðu örverkföll snúast í raun um það að fólk mæti til vinnu en sinni ekki öllum starfsskyldum sínum. Atvinnurekendur telja dóm Félagsdóms algjörlega skýran hvað þetta varðar, örverkföllin séu brot á löggjöf um verkföll. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, segir að ef það sé sérstakt keppikefli forsvarsmanna Eflingar að reyna á þanþol vinnulöggjafarinnar þá muni samtökin kæra aðgerðir í þá veru til Félagsdóms.Óraunhæf vinnustöðvun Samkvæmt áliti Félagsdóms er vinnustöðvun sem á að ná til starfa utan starfslýsingar starfsmanna ekki nægilega afmörkuð. Allur gangur sé á því hvort starfslýsingar séu til staðar, þær geti ýmist verið munnlegar eða skriflegar. Annað dæmi um ólögleg örverkföll er að rútubílstjórar hefðu ekki eftirlit með greiðslu fargjalds. Að mati Félagsdóms er þessi verkþáttur órjúfanlegur þáttur í starfi bílstjóra og óraunhæft að hægt sé að fylgja slíkri vinnustöðvun.Í símasambandi við SGS um helgina Næsti sáttafundur í viðræðum atvinnurekenda við Starfsgreinasambandið (SGS) hefur verið boðaður á mánudag. Formaður Starfsgreinasambandsins hótaði í gær að slíta viðræðum ef Samtök atvinnulífsins leggðu ekkert nýtt fram um helgina. Halldór Benjamín segist hafa verið í sambandi við Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambandins, um helgina.Við Björn munum hittast í síðasta lagi á mánudaginn og verðum í góðu sambandi þangað til.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira