Mér leiðist Óttar Guðmundsson skrifar 16. mars 2019 09:30 Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar