Bein útsending: Þegar arfgerð breytir meðferð Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. mars 2019 12:45 Jón Snædal, Hans Tómas Björnsson, Kári Stefánsson og Hilma Hólm flytja erindi á fræðslufundinum. Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook og má sjá útsendinguna hér neðst í fréttinni. Umfjöllunarefni fundarins, sem stendur yfir til klukkan 14:30, er á hvaða hátt erfðafræðin hjálpar til við þróun lyfja. „Erfðafræðin hefur fært okkur verkfæri til að greina erfðabreytileika sem hafa áhrif á þætti í starfsemi frumna og líffæra sem hugsanlega er hægt að hafa áhrif á með lyfjum,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Þekking úr erfðafræðirannsóknum nýtist nú þegar til að þróa ný og virkari lyf. Á grundvelli uppgötvana Íslenskrar erfðagreiningar er til dæmis unnið að þróun lyfja við Alzheimerssjúkdómnum.“ Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt tilkynningu:Jón Snædal öldrunarlæknir ætlar að fjalla um það hvernig erfðaupplýsingar gera okkur kleift að gera rannsóknir á nýjum lyfjum sem varla væru mögulegar annars. En erfðafræðin hefur ekki bara aukið möguleika okkar við að þróa ný lyf heldur felast í henni margvísleg sóknarfæri í betri heilbrigðisþjónustu. Erfðaupplýsingar gera læknum kleift að veita sjúklingum meðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum, til dæmis með markvissari lyfjagjöf.Hilma Hólm hjartalæknir ætlar að fjalla um hvað erfðafræðin hefur kennt okkur um tengsl kólesteróls og kransæðasjúkdóms. Meðal annars ræðir hún af hverju lyf sem minnka vonda kólesterólið hafa áhrif á kransæðasjúkdóm en lyf sem auka góða kólesterólið gera það ekki og hvort erfðafræðin geti leiðbeint okkur um mataræði.Hans Tómas Björnsson barnalæknir ræðir um Kabuki heilkenni, sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem uppgötvaðist í gegnum háafkastaraðgreiningu fyrir 7 árum síðan en nú hefur hópur á hans vegum þróað mögulega meðferð. Hann mun einnig rekja fleiri dæmi um sjúkdóma þar sem greining einstaklinga í gegnum háafkastaraðgreiningu leiddi samstundis til meðferðarmöguleika sem annars hefðu ekki verið í boði.Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræðir hvernig má nota erfðir sjúkdóma til að meta líkur á svari við meðferð. Heilbrigðismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Íslensk erfðagreining býður almenningi á fræðslufund um erfðavísindi og lyf laugardaginn 16. mars, klukkan 13:00. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook og má sjá útsendinguna hér neðst í fréttinni. Umfjöllunarefni fundarins, sem stendur yfir til klukkan 14:30, er á hvaða hátt erfðafræðin hjálpar til við þróun lyfja. „Erfðafræðin hefur fært okkur verkfæri til að greina erfðabreytileika sem hafa áhrif á þætti í starfsemi frumna og líffæra sem hugsanlega er hægt að hafa áhrif á með lyfjum,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Þekking úr erfðafræðirannsóknum nýtist nú þegar til að þróa ný og virkari lyf. Á grundvelli uppgötvana Íslenskrar erfðagreiningar er til dæmis unnið að þróun lyfja við Alzheimerssjúkdómnum.“ Dagskrá fundarins er eftirfarandi samkvæmt tilkynningu:Jón Snædal öldrunarlæknir ætlar að fjalla um það hvernig erfðaupplýsingar gera okkur kleift að gera rannsóknir á nýjum lyfjum sem varla væru mögulegar annars. En erfðafræðin hefur ekki bara aukið möguleika okkar við að þróa ný lyf heldur felast í henni margvísleg sóknarfæri í betri heilbrigðisþjónustu. Erfðaupplýsingar gera læknum kleift að veita sjúklingum meðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum, til dæmis með markvissari lyfjagjöf.Hilma Hólm hjartalæknir ætlar að fjalla um hvað erfðafræðin hefur kennt okkur um tengsl kólesteróls og kransæðasjúkdóms. Meðal annars ræðir hún af hverju lyf sem minnka vonda kólesterólið hafa áhrif á kransæðasjúkdóm en lyf sem auka góða kólesterólið gera það ekki og hvort erfðafræðin geti leiðbeint okkur um mataræði.Hans Tómas Björnsson barnalæknir ræðir um Kabuki heilkenni, sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem uppgötvaðist í gegnum háafkastaraðgreiningu fyrir 7 árum síðan en nú hefur hópur á hans vegum þróað mögulega meðferð. Hann mun einnig rekja fleiri dæmi um sjúkdóma þar sem greining einstaklinga í gegnum háafkastaraðgreiningu leiddi samstundis til meðferðarmöguleika sem annars hefðu ekki verið í boði.Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræðir hvernig má nota erfðir sjúkdóma til að meta líkur á svari við meðferð.
Heilbrigðismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira