Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:07 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að um nokkrar vikur væri að ræða þegar ákveðið var að skipa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem dómsmálaráðherra tímabundið. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti til fundar ríkisráðs á Bessastöðum í dag. Sjálf sagði Sigríður Andersen í gær að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar í næstu vikurnar þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún sagði við fjölmiðla að hún treysti sér vel til að sinna báðum ráðuneytum, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í ráðuneytunum starfar mikið af góðu fólki að sögn Þórdísar og hún treysti sér vel til að halda utan um þessi verkefni. Hún ítrekaði þó að hún liti á þetta sem tímabundna ráðstöfun, það að vera dómsmálaráðherra væri fullt starf og hún liti ekki á það sem sitt framtíðarráðuneyti. Hún sagðist ekki hafa náð að setja sig almennillega inn í dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist treysta Þórdísi vel til að sinna báðum ráðuneytum.vísir/vilhelm Þórdís sagðist þó hafa lesið álit dómstólsins og sérálit og sagðist vera þeirrar skoðunar að reyna ætti að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Hún sagði það ekki góð skilaboð út í samfélagið þegar Landsréttur ákveður að dæma ekki í málum dóms Mannréttindadómstólsins en sagði að öll mál væri hægt að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, sagðist treysta Þórdísi vel til að sinna tveimur ráðuneytum enda hefði hann sjálfur gert það þegar hann var umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Vísir/Vilhelm
Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30