Stjarnan með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. mars 2019 16:30 Fyrsta sætið er innan seilingar fyrir Hlyn Bæringsson og Garðbæinga. Fréttablaðið/ernir Lokaumferð Domino’s-deildar karla fer fram í kvöld og þótt það sé ljóst hvaða átta lið fara í úrslitakeppnina og hvaða tvö lið falla er spenna á nokkrum vígstöðvum í kvöld. Fyrir lokaumferðina eru Njarðvík og Stjarnan jöfn að stigum með 32 stig. Eftir sigur Garðbæinga á Njarðvík á dögunum er Stjarnan með betri árangur innbyrðis og dugar liðinu því sigur í kvöld gegn Haukum á Ásvöllum til þess að verða krýnt deildarmeistari í fyrsta sinn óháð úrslitunum úr leik Njarðvíkur og Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þetta verður síðasti leikur Haukanna undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem lætur af störfum í lok tímabilsins en það er erfitt að sjá að Haukunum takist að stríða liði Stjörnunnar sem hefur unnið sautján af síðustu átján leikjum í öllum keppnum. Takist Garðbæingum að vinna í kvöld er deildarmeistaratitillinn þeirra og um leið heimavallarréttur í úrslitakeppninni. Á Sauðárkróki mætast Tindastóll og Keflavík í hreinum úrslitaleik upp á þriðja sætið fyrir Keflavík en aðstæður Tindastóls eru heldur flóknari. Með sigri Stólanna í kvöld og ólíklegu tapi hjá bæði Stjörnunni og Njarðvík verða Sauðkrækingar deildarmeistarar. KR-ingar munu sömuleiðis fylgjast spenntir með úrslitunum úr leiknum á Sauðárkróki enda mæta þeir því liði sem tapar í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og með KR-sigri í kvöld geta þeir enn náð fjórða sætinu. Ef Stólarnir tapa fyrir Keflavík á sama tíma og KR vinnur Breiðablik stekkur KR upp fyrir Stólana í fjórða sætið og fær heimaleikjarétt í einvígi liðanna. Þá mætast Grindavík og ÍR í Grindavík þar sem sjöunda sætið verður í boði fyrir sigurvegarana sem er líklegast barátta upp á hvort liðið mætir Stjörnunni og hvort liðið mætir Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst eftir viku. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Lokaumferð Domino’s-deildar karla fer fram í kvöld og þótt það sé ljóst hvaða átta lið fara í úrslitakeppnina og hvaða tvö lið falla er spenna á nokkrum vígstöðvum í kvöld. Fyrir lokaumferðina eru Njarðvík og Stjarnan jöfn að stigum með 32 stig. Eftir sigur Garðbæinga á Njarðvík á dögunum er Stjarnan með betri árangur innbyrðis og dugar liðinu því sigur í kvöld gegn Haukum á Ásvöllum til þess að verða krýnt deildarmeistari í fyrsta sinn óháð úrslitunum úr leik Njarðvíkur og Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þetta verður síðasti leikur Haukanna undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem lætur af störfum í lok tímabilsins en það er erfitt að sjá að Haukunum takist að stríða liði Stjörnunnar sem hefur unnið sautján af síðustu átján leikjum í öllum keppnum. Takist Garðbæingum að vinna í kvöld er deildarmeistaratitillinn þeirra og um leið heimavallarréttur í úrslitakeppninni. Á Sauðárkróki mætast Tindastóll og Keflavík í hreinum úrslitaleik upp á þriðja sætið fyrir Keflavík en aðstæður Tindastóls eru heldur flóknari. Með sigri Stólanna í kvöld og ólíklegu tapi hjá bæði Stjörnunni og Njarðvík verða Sauðkrækingar deildarmeistarar. KR-ingar munu sömuleiðis fylgjast spenntir með úrslitunum úr leiknum á Sauðárkróki enda mæta þeir því liði sem tapar í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og með KR-sigri í kvöld geta þeir enn náð fjórða sætinu. Ef Stólarnir tapa fyrir Keflavík á sama tíma og KR vinnur Breiðablik stekkur KR upp fyrir Stólana í fjórða sætið og fær heimaleikjarétt í einvígi liðanna. Þá mætast Grindavík og ÍR í Grindavík þar sem sjöunda sætið verður í boði fyrir sigurvegarana sem er líklegast barátta upp á hvort liðið mætir Stjörnunni og hvort liðið mætir Njarðvík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst eftir viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira